03.04.2008 23:50

Boðsballið og Vestmanneyjar.

 Var ekki einhver að tala um vor í lofti og stillur framundan?

Vorloftið í dag var í kaldara lagi og á töluverðum hraða hér á Nesinu. eða ákaflega súrefnisríkt eins og maður segir. Nú lætur maður sig hlakka til spennufallsins sem verður um miðnætti annað kvöld en þá verður haldin mikil hátíð á vegum sveitarfélagsins hér,matur, skemmtiatriði og ball. Þar sem við hjónin erum í skemmtinefndinni hefur allt verið á útopnu þessa vikuna og nær stressið væntanlega hámarki á morgun.
 En það var farið til Eyja um síðustu helgi sem er alltaf dálítið sérstakt. Það er t.d. umhugsunarefni að til þess að vera örugg  að komast með bílinn með sér á föstudeginum, þurfti að panta fyrir hann í janúar. Síðast þegar við fórum var flogið frá Bakka. Þá var líka sérstakt að skutlast þarna yfir á nokkrum mínútum. Eyjamenn binda greinilega vonir við Bakkahöfn (þar til verður borað,náttúrulega) en þá myndi ferjuferðunum fjölga verulega sem yrði heilmikil breyting.Og þeir taka því alltaf jafnilla þegar ég  kalla þá útlendinga. En kíkið á myndirnar sem komnar eru inn frá ferðinni.
Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 421555
Samtals gestir: 38452
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 11:28:47
clockhere