22.03.2008 21:12

Rúningurinn.

 Það var ekki lengur undan því vikist að fara að ná snoðinu af rollunum þrátt fyrir einlægan brotavilja bændanna að draga það sem lengst. Í dag rúðum við yngstu árgangana tvo og hæfilegan fjölda til viðbótar svo hægt væri að klára rest á einum degi. Rúningnum fylgja ýmsar sermoníur því einungis yngsta féð er alrúið. Á hinum er skilið aðeins eftir  til að tryggja þær fram á sumarið. Þó ég haldi því alltaf afdráttarlaust fram að vorið verði gott segir reynslan mér það að yfir 90 % líkur eru á kuldakasti  í maí/júní.Þá er  það er síðan spurning um lengd og rakastig. Þó snoðið sé einskis virði er það dýrmætt þá dagana ef það er á réttum stað. Það liggja síðan miklar spekúlasjónir á bak við það, að skilja það þannig eftir á ánum að  sem mest fari af yfir sumarið. Niðurstaðan er sú að vinnan við að hreinsa féð að haustinu er sáralítil og fljótunnin. Það er alltaf jafn dj. erfitt og leiðinlegt að standa í rúningnum. Nú var það sérstaklega erfitt fyrir féð líka og ákveðið að svelta restina hæfilega fyrir rúninginn sem verður strax eftir páskana.
 Það ætti kannski að ganga yfir bóndann líka.
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423760
Samtals gestir: 38572
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 02:46:56
clockhere