09.02.2008 20:45

Meðalmennska og metaregn.

 Mér þótti athyglisvert að lesa viðtal við framleiðslumethafa í mjólkurframleiðslu 2007,
hjónin í Lyngbrekku í Dölum. Þrátt fyrir góðan árangur skipa þau sér hiklaust í minnihlutahópinn sem vill athuga með innflutning á öðru kúakyni. Þar sem ég er hallur undir rök meirihlutamanna eins og komið hefur fram, vil ég árétta það, að núverandi kynbótastefna og sameiginlegt markmið allra er að rækta blessaða landnámskúna í það form sem við sjáum á erlendum kynjum. Það að vilja gera það á 20 - 30 árum eins og minnihlutinn er að tala um  er ekki skynsamlegt og allir vita að flas er ekki til fagnaðar. Þessum ræktunarmarkmiðum má auðveldlega ná á 150 til 200 árum og þá er spennandi að vita að erlendu kynin eru náttúrulega komin ennþá lengra á undan okkur  enda tekur gott kynbótastarf aldrei endi.
 Hér í Dalsmynni er meðalmennskan í fyrirrúmi bæði með bústærð og nyt eftir árskúna. Það þýðir ekkert að hugsa um það, heldur hitt að sé miðað við mjólkurframleiðslu frá upphafi Íslandsbyggðar er nú hvert dagsframleiðslumetið  slegið á fætur öðru og er dagsframleiðslan nú um 850 l. og fer vaxandi.
 Það var svo verið á námskeiði í dag þar sem ofurtamningarmaður frá Wales reyndi að kenna okkur nokkrum að temja fjárhunda. Meira um það á morgun.
Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1482
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 448877
Samtals gestir: 41451
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 04:23:13
clockhere