02.02.2008 20:56

Hundatamningar.


  Þó maður sé orðinn öllu vanur í lífins ólgusjó og bregði hvorki við sár né bana, fylgir því alltaf smá spenningur að fara með hvolpinn sinn í kindur í fyrsta sinn. Maður er búinn að fylgjast með honum vaxa upp . Sjá genin úr föðurnum birtast og önnur gen trúlega úr móðurinni sem ég þekki ekkert koma í ljós. Þegar hvolpurinn er síðan virkilega skemmtilegur í daglegri umgengni og kemur sér mjög vel, vonar maður enn frekar að vinnugenin séu líka góð. Ég hef hvolpana með mér í gegningum um leið og ég get og þó maður viti að vegna þess gæti orðið einhver aukavinna við tamninguna er ýmislegt sem hvolpurinn lærir í daglega brasinu sem vegur á móti því. Ég hef t.d leyft Snilld að aðstoða okkur Vask við að halda ánum frá gjafagrindinni meðan bætt er á hana. Það er vont mál vegna þess að þar er hún að halda kindunum frá mér. Mér létti nokkuð í dag þegar það virðist hafa sloppið til.

  Já það eru myndir að þessum tímamótum á albúminu. Þegar þið hafið skoðað þær vitið þið að bróðirinn er auglýstur til sölu hér á algjöru tombóluverði.
Flettingar í dag: 784
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423180
Samtals gestir: 38530
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 12:58:46
clockhere