26.01.2008 10:34

Snjór, snjór og meiri snjór.

Greinilega hafa allt of margir óskað eftir snjó um jólin og veðurgyðjurnar e-ð seinar að hætta að uppfylla þær óskir. Hér er kominn alveg ótrúlega mikill snjór miðað við elstu menn. Miklir skaflar út um allt. Garðurinn og girðingin í kring að fara á kaf. Vonandi blotnar ekki snöggt í þessu, þá er ég hrædd um að runnar og tré komi í brotum undan farginu. Atli er að moka á fullu svo fært verði heim á hlað. Dóri þurfti að hlaupa frá Hænuhól með Kolbrúnu hingað í morgun, bíllinn komst ekki lengra. Hún er enn lasinn og ferlega fúlt að komast ekki út í snjóinn með hana því nú er sko færi til að vera á sleða. Hún vill láta draga sig hratt og mér veitti ekki af að komast í form, var að panta 4 daga gönguferð hjá Stapafelli í sumar með Sif. Eftir Fimmvörðuhálsferðina sl. sumar höfum við fyllst óheyrilegu sjálfstrausi og teljum okkur geta flest. En þetta er trússferð svo ég þarf ekki að bera mikið á bakinu.
Svanur og Hrossholtshjúin á kynbótanámskeiði í Söðulsholti ásamt 20 öðrum. Mér skilst að nú ætli menn að læra hvernig hross eiga að líta út svo þau fái hátt í byggingareinkunn. Verður spennandi að vita hvernig skapið verður þegar þau koma heim  eftir kaffi. Skyldu hrossin þeirra vera rökkuð niður eða hrósað?
Púki köttur gengur hér um og veinar, langar svo út en ef ég opna leggur hann ekki í snjóinn.
Ég ætla ekkert að skrifa um kýr, læt Svani það eftir.  Ætli menn geti fengið kýr á heilann??? 
Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1053
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 423724
Samtals gestir: 38565
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 22:55:17
clockhere