28.12.2007 11:36

Já lífið fer sífellt í hringi.


    Fyrir svo sem eins og hálfri öld (mínus e.h.) var séð fyrir daglegum neysluvörum Dalsmynnisheimilissins með þeim hætti að mamma skrifaði langan pöntunarlista sem stungið var í lokið á mjólkurbrúsanum (sem þurfti að sjálfsögðu að koma niður á veg ) Daginn eftir skildi svo mjólkurbíllinn munaðarvörurnar eftir á brúsapallinium og allir voru hamingjusamir.
 Þetta flaug í hugann þegar ég settist við tölvuna í gærkveldi og var að versla mér rekstrarvörur í fjósið gegnum netverslunina hjá Remfló.Í stað þess að afgreiðslufólkið hjá K.B. færi um búðina með listann  hennar mömmu sat ég með listann á borðinu og fór gegnum lagerinn hjá Remfló og setti  vörur í körfuna og stimpaði mig síðan út.
  Þetta var meira að segja svo fullkomið að meðan M.S. rak Remfló var úttektin dregin frá mjólkurinnlegginu í mánaðaruppgjörinu rétt eins og í Kaupfélaginu í gamla daga en núna kom mjólkurbílstjórinn  pakkanum alla leið í mjólkurhúsið.

  Reyndar eru að ganga yfir eigendaskipti á Remfló en það breytist ekkert nema það að nú fæ ég gluggaumslag mánaðarlega vegna úttektarinnar.Svo skemmtilega vill til að nýir eigendur Remfló eru Jötunn Vélar á Selfossi en þangað sækir búið allt sitt dót sem þarf í búreksturinn svo nú þarf að setjast niður með Finnboga og fá hæfilegan stórviðskiptaafslátt á Remflóvörurnar(skynsamlegt að drífa í því meðan hann er í jólaskapinu).
Flettingar í dag: 249
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418912
Samtals gestir: 38064
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:58:47
clockhere