18.12.2007 22:45

Sást til sólar í sveitinni.


  Það sást til sólar um miðjan daginn en skelfing var hún lágt á lofti og stóð stutt við.
Annars er búið að rigna eldi og brennisteini sem aldrei fyrr  en nú hlýtur þetta að fara taka enda þegar daginn fer að lengja á n ý. 7-9-13.
  Trúlega kemst maður í rétta jólaskapið á morgun þegar hrútunum verður sleppt í ærnar, sem er nú  með fyrsta móti en það er búið að lofa mér góðu vori.
 Reyndar á líka að herða sig upp í að ganga frá áburðaráætlun/pöntun fyrir vorið  en þar er verið að spá 45 % hækkun á verði frá síðasta ári sem þýðir einhverja hundraðkalla fyrir Dalsmynni sf.
  Til að stytta skammdegið er setið með nágrönnunum og pælt í stóðhestum næsta sumars og þar er sko  auðugan garð að gresja. Bara að láta ekki tískubólurnar blekkja sig og lesa í dómana sem eru nú huglægt mat þegar allt kemur til alls þegar hálfa stigið er farið að skipta öllu.

 

 
Flettingar í dag: 1691
Gestir í dag: 455
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 426756
Samtals gestir: 39369
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 06:54:20
clockhere