15.12.2007 09:26

Veður og fl.

 Nú er suðaustanáttin frekar slök í bili en hún mun víst hressast við fljótlega.
  Sem betur fer nær hún sér aldrei verulega á strik hér á sunnanverðu nesinu.Það eru vestan hvellirnir sem eru hættulegastir hér á bæ.(Sviptivindar frá Hafursfellinu).
 Norðaustan áttin er þó allajafna sú áttin sem á minnstum vinsældum að fagna þegar hún hefur legið við í nokkrar vikur í 12-15 metr/sek.þó hefði hún alveg mátt plaga okkur miklu meira í haust en það er svona ,við erum aldrei ánægð með þetta óþrjótandi umræðuefni, veðrið.
  Vegna rigninganna í allt haust tókst ekki að vinna akrana ,ýta út ruðningum og undirbúa vorsáningu eins og stefnt var að svo nú er bara að vonast eftir klakalitlu vori.
 Það var með herkjum að tókst að ná hálmi fyrir Dalsmynni og Söðulsholt en notkunin er um 130 rúllur a.m.k. Því miður erum við ekki aflögufærir um hálm þetta árið en margir eru farnir að nota hann í undirburð fyrir nautgripi og fé og það var erfitt að ná honum þetta haustið.Já Akuryrkjan verður allaf lotterí hérna.
 
Flettingar í dag: 522
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 428501
Samtals gestir: 39536
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 01:09:58
clockhere