Færslur: 2017 Mars

08.03.2017 20:05

Að kíkja í hvolpapakkann.

 Það er langt síðan ég komst á þá skoðun að það væri ekki nokkur leið ,- allavega fyrir mig, að spá af einhverri nákvæmi um hæfileika og getu hvolpanna minna . 

Að minnsta kosti ekki í kindavinnunni. 

Fyrir nokkrum árum lenti ég á dagsnámskeiði hjá breskum snillingi, Nij Vyas. 
  í einhverju spjalli í lokin, kom fram hjá honum að hann væri vanur að meta hvolpana hjá sér um 7 vikna aldur. 

   Legði fyrir þá nokkurskonar athyglis og meðferðarpróf sem gæfi mjög ákveðna vísbendingu um hvernig þeir reyndust í framtíðinni.

   Í fyrra eignaðist ég svo kennsludisk með kappanum þar sem hann sýndi þessa aðferð og hvernig þeir hvolpar sem hann hélt eftir úr gotinu urðu síðan  í og eftir tamningu.

  Mér þótti þetta mjög athyglisvert og ákvað að þetta yrði ég að prófa.

 Nú er ég með 7 hvolpa got í höndunum og er í þeirri sérstöðu að frumtemja alla hvolpana í fyllingu tímans eða fylgjast náið með tamningunni. 

  Það var því ákveðið að prófa aðferðina og bera niðurstöðurnar síðan saman við útkomuna í tamningu. 

  Prófið/matið fer þannig fram að fenginn er einhver sem hvolparnir hafa aldrei heyrt eða séð til að fremja matið.

Hvolpunum er síðan sleppt einum og einum í eitthvert rými  til hans.  

  Farið er yfir 10 atriði og eru viðbrögð hvolpsins síðan metin á skalanum 1 - 6. 
1. Kallað er á hvolpinn og á hann þá að koma sjálfviljugur. 
2. Gengið er um rýmið og á hvolpurinn að fylgja vel og jafnvel atast í fótum. 
3. Hvolpur lagður á hliðina og haldið niðri. Hann á ekki að vera of undirgefinn, berjast aðeins á móti. 
4. Strokinn fast og nánast haldið sitjandi við fætur. 
5. Á að þola möglunarlaust að vera haldið  á lofti með báðar hendur undir bringu .
 6 Bolta velt um . Hvolpur sýni vilja til að vinna með dómara. 
7.  hvolpi haldið í fangi og klipið um aðra framlöpp um þófa.  Á að vera viðkvæmur en ekki um of. 
8. Barið í pottbotn með einhverju. Hvolpur á að staðsetja hljóð  en ekki hræðast. Tengsl milli viðkvæmni og of mikils auga . 
9 Elta handklæði. Hvolpur sem eltir verður viljugur vinnuhundur. Sá sem bítur líka gæti átt til að grípa í fé . 
10. Regnhlíf spennt út og og velt um gólfið. Hvolpurinn sé ekki hræddur heldur forvitinn um ókunnan hlut.        

  Sá sem skorar hátt í þessu ætti m.a. að verða sterkur karakter.
 Sterkur í að elta og vera með gott skap. 

   Viljugur í að hlýða leiðbeiningum og skipunum en ekki alltaf um leið heldur hugsa sjálfstætt en hafi vilja til að vinna með manninum.  

  Hundagúrúinn hann Gísli í Mýrdal var síðan  fenginn í framkvæmdina og hver hvolpur tekinn upp á myndband  sem síðan var sest yfir og einkunnir gefnar.  Þetta var samstæður hópur og skoruðu hátt í þessu  eins og dómarinn mat þetta.

   Það var aldeilis magnað að fylgjast með þessum samstæða hóp samþykkja þennan ókunna náunga  og fara gegnum prógrammið með honum.  

  Það verður svo spennadi að fara yfir þetta og bera saman við karakterana eftir að hafa frumtamið þá  í mánaðartamningu í seint í haust og næsta vetur. 

 Hér er svo prófið yfir Lukku sem ég mun halda eftir af gotinu. 

Var reyndar búinn að ákveða það áður og niðurstaða dagsins varð ekki til að breyta þeirri ákvörðun.

Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418852
Samtals gestir: 38050
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:12:42
clockhere