Kýrnar.
Hér eru um 45 mjólkukýr og annað eins af ungviði, allt frá smákálfum uppí kvígur komnar að burði.
2004 var ákveðið að leggja aðaláhersluna á mjólkurframleiðslu á búinu.
Góðu 400 kinda fjárhúsunum var breytt í hátæknilausagöngufjós með sjálffóðrun og mjaltabás en kindunum fækkað og þeim komið fyrir í flatgryfju og hlöðu.
Fjósið sem lagt var niður við þessa breytingu var byggt 1972, 24 bása með rörmjaltakerfi. Breytingin á vinnuaðstöðu er eiginlega ólýsanleg.
Búpeningurinn er mjög ánægður með breytingarnar og bændurnir hæstánægðir.
Uppeldið á kálfunum breyttist mikið við að þeir komust á hálminn.
Sac básinn gerir það gott. Hann er 2 X 6 og mjög tæknilegur.
Það eru keyrðar inn 4 rúllur í einu, tvisvar ,plús í víku.
Það er samt alltaf sama fjörið þegar þær komast fyrst út á vorin.
Hér eru þær farnar að róast í rýgresishánni.
Fleiri myndir. http://dalsmynni.123.is/pictures/cat/8547/