Færslur: 2017 Mars

25.03.2017 08:35

Taðhús eða ??


 Það fylgja því ekki mörg  vandamál að vera kominn með féð á tað. 

Það er nauðsynlegt að þurrka heyið talsvert( efþað er vandamál. ) 



  Eiga til hálm ef það tekst ekki. 

  Enginn sullugangur við brynningu os.sv.frv.  

 En það eina sem ég óttast verulega er að þurfa að taka sláturfé blautt inn, daginn fyrir afhendingu á bíl.
 
 Á sunnanverðu Snæfellsnesi gerist það óhjákvæmilega.

   Þá er fátt til bjargar . Fara verður varlega í að hálma, því hálmur í ull eða sem berst upp á sláturbíl  er ekki til vinsælda fallinn.  

 Þetta hefur samt enn sloppið til.

  Það þarf síðan að moka út taði 1.5 sinnumá ári. Einu sinni hreinsa allt út og í hitt skiptið er einungis mokað frá gjafaplöttunum.
 

 Þetta er fljótlegt verk enda fjárbúið " hæfilega " stórt. Tekur hluta úr degi ef Sjefferinn hjá Hestamiðstöðinni fæst lánaður. Ekki hefur verið búið til plan B . skyldi það ekki takast. emoticon

 Kostirnir við taðfjárhúsin eru þónokkrir, ekki síst ef haft er í huga að hagnaðurinn af sauðfjárræktinni er ekki til að hafa áhyggjur af.emoticon



 Nú er lokið almokstrinum þetta árið og þar sem hálmbirgðirnar eru miklar miðað við  arfaslæman hálmbúskap í fleiri ár en ég vil muna, var splæst  rúllu í krærnar í tilefni dagsins. 



  Já nú þurfa þær að koma sér upp á 40 cm. háan plattann ef þær eiga að fá matinn sinn .

19.03.2017 11:46

Að spá í hvolpahóp með gömlu aðferðinni .


 Lengi vel var ég ekki mikið að spá í einstaklingana í hvolpahópnum. 

 Var reyndar í upphafi, öruggur með  að  þetta yrðu allt úrvals smalar eins og foreldrarnir emoticon .  

  Svo síaðist það nú inn í þverhausinn á mér  að það er ekkert gefið í ræktuninni.

    Lengi vel urðu svo bara til hjá mér got þegar ég ætlaði að koma mér upp góðri tík, - og svo auðvitað slysagotin emoticon


                   Korka fumlaus og ákveðin.

  Nú  er ég hugsanlega kominn með ágætis ræktunartíkur og önnur sjónarmið uppi.  

  Og það er spáð í hvolpahópana sem aldrei fyrr.

 
                 Sweep urrar aðeins á afkvæmin.

  Horfi á einstaklingana og hópinn .  Ef ég kem að tamningunni  get ég svo velt fyrir mér hvernig sérstaða einhvers skilar sér í vinnunni. 

  Það að sleppa hvolpinum einum , eða  hópnum í þjálar kindur 8 - 10 vikna, finnst mér að geti sagt mér ýmislegt. 
 
Þ.e.a.s. ef hvolpurinn/hvolparnir  gefa sig eitthvað að kindunum. 

  Það er mjög misjafnt hvernig hóparnir eða einstaklingarnir eru. 
Þeir eru örsjaldan komnir með vinnuáhuga en  haga sér samt með mjög mismunandi hætti . 
 Sumir forða sér eða sýna alls engan áhuga á kindunum. 
 Aðrir  gelta , eða sækja að þeim, elta  eða fara fyrir þegar kindurnar komast á hreyfingu o.sv.frv. 
 Án þess að ég fari nánar út í það hvað ég reyni lesa úr þessu,  get ég þó upplýst  að yfirvegun  og sýnilegur kjarkur  við fénaðinn finnst mér góður. 

  Að fara fyrir eða hringfara  í smáfjarlægð frábært. Að hjóla beint í hópinn heldur mér í góðu skapi lengi á eftir emoticon

Og ekkert stress emoticon

  Hvolpahópurinn sem er að týnast frá mér þessa dagana  finnst mér dálítið sérstakur á ýmsan hátt .  En það hefur nú kannski átt við alla hvolpahópa hjá mér ef grannt er gáð. emoticon

 Hér er svo linkurinn inn á síðasta hvolpatékk.

 Spáin verður náttúrulega birt með niðurstöðunni þegar mánaðartamningunni á hópnum lýkur  emoticon




17.03.2017 16:20

Flautuskipanir kenndar.


Það er nokkur stígandi í notkun flautuskipana hérlendis en mætti vera meiri. 

   Er ekki frá því að rétt eins og vel ræktuðum  fjárhundi eru ýmsir góðir taktar í blóð bornir, sé mörgum fjármanninum eðlilegra að þenja raddböndin en flauta skipanir út í loftið. 

  Enda hægara að bæta rækilegar í raddhljóðin þegar leikurinn fer að æsast. emoticon  

  Ég kenni þeim hundum sem ég á eftir að vinna með, flautuskipanir.

   Reyndar eru þeir orðnir nokkrir sem hafa farið frá mér  eftir flautunám en nýtingin á því námi verið allavega eins og gengur.  

  Ég mæli  eindregið með því að menn kenni fjárhundunum sínum allavega  stoppflautið og skipunina að koma með/ ganga að kindum. 

   Þá er nú reyndar lítið mál að bæta hliðarskipunum við emoticon . 

  Þetta geri ég þegar tamningin er vel á veg komin og hundurinn er orðinn nokkuð öruggur á töluðum skipunum. 

  Ef hundurinn er taminn á annað borð er ótrúlega lítil vinna að bæta flautuskipunum við .

   Fyrir mig sem byrja tamningarnar með táknmáli/handahreyfingum meðan fyrstu skipanarnar eru að lærast er þetta mjög auðvelt og fljótgert.  

  Rifja upp táknin sem ég hætti að nota þegar náminu fleygir fram  og kenni síðan flautið með þeim. 

 Ef þau eru ekki fyrir hendi  er flautuskipuninni bætt við þá töluðu um leið og hún er sögð. 

 Táknmálið er einfalt . 

  Hendur upp fyrir axlir þýðir stopp og hendur til hliðar við  hægri og vinstri  skipanir.  

   Hér er sýnt hvernig hvernig gengur í kennslustund no. 2 í flautunni. Þarna eru handahreyfingarnar notaðar til að gulltryggja námshraðann.




Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419169
Samtals gestir: 38116
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 08:51:58
clockhere