Færslur: 2018 Nóvember

27.11.2018 19:45

Örnámskeið, - og allskonar.


Það hefur allt verið að gerast hjá mér á árinu og margt skemmtilegt framundan. 

Nú mun ég m.a. fara á fullt í að sinna aðaláhugamálinu.  

   Vinna að því að sem flestir hundar verði nothæfir í það sem þeir eru ræktaðir til.emoticon


     Það geri ég með ræktun , tamningu og leiðbeiningum til þeirra sem það vilja. 


 Gotið undan Korku og Sweep mun koma sterkt inn næsta haust orðið tveggja ára.

    Ég mun bjóða upp á örnámskeið þar sem 2 - 3 geta tekið sig saman og mætt fyrirvaralítið í hvolpavinnu og spjall. 


                     Frumtamning í stóru útigerði.

   Það verður í boði að koma hvolpi í 7 - 10 daga startvinnu  og síðan væri eigandanum leiðbeint með framhaldið eins og þörf væri á. 


                   Frumtamning í inniaðstöðu.

  Meiri tamning fyrir þá sem það hentaði. 

   Reynslan hefur kennt mér hversu nauðsynlegt er í mörgum tilvikum að fylgja tamningu eftir með leiðsögn og eða námskeiðum. 

Það verður gert.  

   Síðan verða trúlega í boði dagsnámskeið fyrir þá sem eru á svipuðu róli í þessu prógrammi.
 

    Það er svo ljóst að svona þjónusta  virkar einungis innan ákveðins radíuss frá mér. 
   Það vantar hinsvegar helling af nothæfum hundum innan hans svo það verður gaman að sjá hvað gerist. emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 360
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 3581441
Samtals gestir: 486204
Tölur uppfærðar: 14.8.2020 14:10:00
clockhere