Yrkjar ehf.verktaka og vélaleiga.

  
  Yrkjar ehf  var upphaflega stofnað vegna innflutnings á upptökutækjum vegna línræktar og verktakastarfsemi tengda þeim. Félagið hefur síðan þróast í að eiga og reka ýmis tæki til jarðvinnslu ásamt því að koma sér upp öflugri byggþurrkun og skemmu tengda henni. Þá rekur félagið rúlluvélasamstæðu sem þjónustar nokkra félaganna.



   Dalsmynni sf  og eigendur þess persónulega eiga hluti í félaginu. Aðrir hluthafar eru nokkrir bændur í sveitinni ásamt fleirum.
   Byggþurrkunin getur þurrkað mörg hundruð tonn yfir uppskerutímann en m.a. er hægt að taka á móti og halda fersku dögum saman í stöðinni á annað hundað tonnum af nýþresktu byggi. Þá hefur stöðin geymslurými í sílóum fyrir um 200 tonn af þurrkuðu byggi.



 Þegar loksins stytti upp í okt. 2008 fengu græjurnar að snúast. Við höfum ekki fyrr sett jafn mikið inn á gólf, en þar er bygginu haldið fersku með blæstri undir stæðuna.

 Yrkjar eiga nokkur helstu jarðvinnslutækin og síðan eiga einstakir félagar  tæki sem leigð eru út ýmist gegnum félagið eða beint frá eigendum.

 

  Þreskivélin er á föstu hektaragjaldi á vegum einstaklings.



                             Ýtan líka en hún er leigð út á tímakaupi.



            Grafan leigð út gegnum Yrkja ehf.



  Við félagarnir höfum síðan yfir að ráða, ýmist sundur eða saman, 4 sturtuvögnum frá 12 - 15 tonna.








  Sjá myndir í albúmi merktar byggþurrkun og línrækt.

 

Flettingar í dag: 2678
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 650776
Samtals gestir: 57960
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:13:56
clockhere