Færslur: 2010 Nóvember
01.11.2010 10:37
Haustið út, veturinn inn.
Langvarandi lognmollurnar sem gera náttúrulega hvern mann að aumingja, hafa fyrir löngu yfirgefið okkur Nesbúana.
Norðaustanáttin hefur hinsvegar lagt undir sig svæðið með miklum gassagangi og verið ansi nöpur stundum.
Nú er allur nautpeningur kominn á hús en kvíguhópurinn sem var tekinn inn í síðustu viku samanstóð af kvígum sem fá eiga í vetur eða eiga von á sér uppúr miðjum vetri.
Við eru með hluta af kvígudótinu í gamla fjósinu í slæmri aðstöðu en ýmiskonar breytingar á uppeldisaðstöðu hafa verið í íhugun en frosti síðan í hruni.
Allt frá nýbyggingu í breytingu á eldra húsnæði.
Nú er von á Unnsteini Snorras. í næstu viku að segja okkur hvað við eigum að gera.
Reyndar hefur þessi öðlingur ætlað að koma í " næstu " viku síðan í vetur en nú hef ég tilfinningu fyrir því að rétta vikan sé alveg að koma.
Burðarhrinan í fjósinu er á enda en reiknað með að 3 kýr beri í nóv.
Tvær fyrsta kálfs kvígur hafa verið afskrifaðar með ónýt júgur og ljóst að í einhverri stíunni hefur sog verið stundað án vitneskju og leyfis bændanna.
Nú er verið að lauma óbornum kvígum með í mjaltabásinn og fylgjast með júgrum þeirra svo hægt verði að grípa inní málin í tíma fyrir burð.
Hér er hluti af uppskeru okt.mán. og vonandi að þær sleppi ótjónaðar gegnum uppeldi.
Lömbin og þær veturgömlu voru hýstar í gær og stefnt að því að rýja þær á morgun. Það var ekki seinna vænna því í morgun var allt orðið alhvítt og slæmt á jörð fyrir útigang því það er bloti í snjónum.
Dagurinn í dag verður svo tekinn í lokaplægingu haustsins.
Norðaustanáttin hefur hinsvegar lagt undir sig svæðið með miklum gassagangi og verið ansi nöpur stundum.
Nú er allur nautpeningur kominn á hús en kvíguhópurinn sem var tekinn inn í síðustu viku samanstóð af kvígum sem fá eiga í vetur eða eiga von á sér uppúr miðjum vetri.
Við eru með hluta af kvígudótinu í gamla fjósinu í slæmri aðstöðu en ýmiskonar breytingar á uppeldisaðstöðu hafa verið í íhugun en frosti síðan í hruni.
Allt frá nýbyggingu í breytingu á eldra húsnæði.
Nú er von á Unnsteini Snorras. í næstu viku að segja okkur hvað við eigum að gera.
Reyndar hefur þessi öðlingur ætlað að koma í " næstu " viku síðan í vetur en nú hef ég tilfinningu fyrir því að rétta vikan sé alveg að koma.
Burðarhrinan í fjósinu er á enda en reiknað með að 3 kýr beri í nóv.
Tvær fyrsta kálfs kvígur hafa verið afskrifaðar með ónýt júgur og ljóst að í einhverri stíunni hefur sog verið stundað án vitneskju og leyfis bændanna.
Nú er verið að lauma óbornum kvígum með í mjaltabásinn og fylgjast með júgrum þeirra svo hægt verði að grípa inní málin í tíma fyrir burð.
Hér er hluti af uppskeru okt.mán. og vonandi að þær sleppi ótjónaðar gegnum uppeldi.
Lömbin og þær veturgömlu voru hýstar í gær og stefnt að því að rýja þær á morgun. Það var ekki seinna vænna því í morgun var allt orðið alhvítt og slæmt á jörð fyrir útigang því það er bloti í snjónum.
Dagurinn í dag verður svo tekinn í lokaplægingu haustsins.
Skrifað af svanur