Færslur: 2010 Nóvember
05.11.2010 23:46
Afastelpan bauð í hestasjó.
Nú átti að sýna þeim hvernig ætti að stunda útreiðar.
Það þarf að kemba vandlega og hálmstráin leyndust víða.
Smáupphækkun kom sér vel svo hægt væri að gera klárt fyrir hnakkinn.
Birtuskilyrði til myndatöku voru ekki góð en sýningin gekk vel.
Það getur kostað átök að stoppa örviljuga gæðinga. Þá er að halla sér aftur og taka á.
Stundum þurfti hún Hremsa að hvíla sig og fá orkunammi hjá mömmu. Og nú var lokatörnin eftir æsispennandi kappreiðar við pabba.
Og þarna skildu leiðir enda orkunammið algjörlega óbrigðult .
Og svo var endað í heimsókn hjá ömmu og hér er Tinna litla sem er í miklu uppáhaldi hjá afa, líka komin í heimsókn.
04.11.2010 22:47
Fullbókaðir dagar.
Já það er stíft prógrammið þessa dagana, lokið við að rýja lömb og veturgamlar í gær og fundað á Selfossi í dag.
Nú er kominn alvöru vetur hér og hálka langleiðina í göngin en nokkurnveginn autt úr því en samt með tilheyrandi saltslabbi.
Þar sem nagladekkin eru enn í bílskúrnum var spangírinn sparaður en saltið var hinsvegar búið að vinna vinnuna sína í kvöld því hálkulaust var nánast alla leiðina til baka.
Sveppasúpan í Litlu Kaffistofunni bjargaði svo deginum ásamt öllu kaffinu sem drukkið var frá kl. 1 - 5.
Það var komið víð í bænum á heimleiðinni en tengdaforeldrarnir eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag.
Ég og mín heittelskaða einungis 32 ára brúðkaupsafmæli..
28 ár eftir í áfanga gömlu hjónanna. Púff.