Færslur: 2008 Febrúar
05.02.2008 23:00
Ótitlað
Það er allt á réttu róli í fjósinu engin kú í meðferð,mesta burðarhrinan afstaðin og frjótæknirinn tíður gestur svo hringrásin haldi áfram. Súrdoðinn sem oft er til vandræða hefur alveg haldið sig fjarri í vetur. Já úrvals þurrkað, heimræktað bygg gerir gæfumuninn.
Og kindahópurinn sem átti fyrir löngu að vera kominn út í rúllu fékk aðeins að viðra sig í dag og taka létta æfingu fyrir námskeiðið. Nýi nemandinn sem átti að fá að spreyta sig olli vonbrigðum. Hún er eins og yngri bóndinn með það að hafa miklu meiri áhuga á bílum en kindum. Reyndar dvaldi hún viku hjá mér í vor gagngert til að taka á því vandamáli og um það er lauk leit hún ekki einu sinni upp þó bíll renndi í hlað.
Nú er hún tvíefld í bílunum og lærifaðirinn fullur efasemda um að eyða tíma í tamningar á dýrinu. Það gæti síðan verið fróðlegt að skoða ættarskrána ef hún er til, því kannski er þar eitthvað óhreint í pokahorninu. Lunginn úr deginum fór síðan í að ganga frá hundafóðrinu í frysti. Já útreiðartúrinn sem átti að verða í dag bíður betri tíma.
Nú er það spurningin hvernig Öskudagsveðrið verður á morgun.

Skrifað af svanur
04.02.2008 23:13
Frívinnudagur.
Það klikkaði ekki að samlegðaráhrifin af heita pottinum og ölinu svínvirkuðu og við Dóri vorum alveg teinréttir og fjaðurmagnaðir í morgunsárið.
Mjólkurbíllinn var mættur kl 1/2 7 að taka helgarmjólkina svo við sluppum með 20 mín. seinkun á mjöltum í stað mjólkurflóðsins síðasta mánudag. Alltaf þegar ég á erfiðan " frídag" reyni ég að taka auðveldan vinnudag á eftir ( helst marga) og þetta var þannig dagur. Eftir hádegið kom gripabíll að sækja 2 kýr og nokkra ungkálfa í slátrun. Nú er stórgripaslátrun hætt í Borgarnesi en þangað fóru gripir héðan.
Þegar ég sökkti mér niður í hundafræðin fyrir margt löngu, fann ég þar þá kenningu að hundar væru rándýr og meltingafæri þeirra væru gerð fyrir hráfæðu. Þetta var kenning sem ég keypti umsvifalaust og hef haldið mig við hana síðan. Hráfæðið sem ég fóðra hundana á, er innmatur úr nautgripum og þar sem umtalsverð framleiðsla er á nauta og kýrkjöti hjá búinu, var auðvelt að semja við sláturhúsið í Bgn. um lausn á málinu. Ekki skemmdi fyrir að einn starfsmannanna flutti varninginn áleiðis fyrir ekki neitt. Ekki nóg með það heldur var mér boðið uppá kaffi eða bjór þegar ég sótti þetta.
Mér þykir auðvitað kaffið betra eins og menn vita en ég má samt ekki drekka það á kvöldin (þá sofna ég ekki) þannig að??
Nú stefndi í óefni þegar sláturhúsið lokaði og aldrei fleiri hundar í Dalsmynni.
Það náðust bráðabirgðarsamningar við V- Húnvetninga og þar sem að ég fékk þrefalt magn af innmat miðað við það sem ég fór fram á í lítillæti mínu, stefnir í varanleg viðskipti. Ekki veitir af, því fyrsti hundurinn mætti í tamningu í dag, annar væntanlegur í vikunni og spurning hvort sá þriðji verði tekinn um helgina, svo Walesbúinn geti commentað á hann á námskeiðinu um helgina.
Mjólkurbíllinn var mættur kl 1/2 7 að taka helgarmjólkina svo við sluppum með 20 mín. seinkun á mjöltum í stað mjólkurflóðsins síðasta mánudag. Alltaf þegar ég á erfiðan " frídag" reyni ég að taka auðveldan vinnudag á eftir ( helst marga) og þetta var þannig dagur. Eftir hádegið kom gripabíll að sækja 2 kýr og nokkra ungkálfa í slátrun. Nú er stórgripaslátrun hætt í Borgarnesi en þangað fóru gripir héðan.
Þegar ég sökkti mér niður í hundafræðin fyrir margt löngu, fann ég þar þá kenningu að hundar væru rándýr og meltingafæri þeirra væru gerð fyrir hráfæðu. Þetta var kenning sem ég keypti umsvifalaust og hef haldið mig við hana síðan. Hráfæðið sem ég fóðra hundana á, er innmatur úr nautgripum og þar sem umtalsverð framleiðsla er á nauta og kýrkjöti hjá búinu, var auðvelt að semja við sláturhúsið í Bgn. um lausn á málinu. Ekki skemmdi fyrir að einn starfsmannanna flutti varninginn áleiðis fyrir ekki neitt. Ekki nóg með það heldur var mér boðið uppá kaffi eða bjór þegar ég sótti þetta.
Mér þykir auðvitað kaffið betra eins og menn vita en ég má samt ekki drekka það á kvöldin (þá sofna ég ekki) þannig að??
Nú stefndi í óefni þegar sláturhúsið lokaði og aldrei fleiri hundar í Dalsmynni.
Það náðust bráðabirgðarsamningar við V- Húnvetninga og þar sem að ég fékk þrefalt magn af innmat miðað við það sem ég fór fram á í lítillæti mínu, stefnir í varanleg viðskipti. Ekki veitir af, því fyrsti hundurinn mætti í tamningu í dag, annar væntanlegur í vikunni og spurning hvort sá þriðji verði tekinn um helgina, svo Walesbúinn geti commentað á hann á námskeiðinu um helgina.

03.02.2008 23:39
Frídagur. Hvað er nú það??
Húsmóðirin,sú sem öllu ræður hér hefur verið í bænum um helgina.
Tengdamamma lenti í óhappi og beinbrotnaði og verður á spítala í viku til 10 daga. og dótturinni þótti rétt að fylgjast með gangi mála og heimsækja foreldrana.
Þetta var ein af þessum annasömu helgum hjá mér og í dag var ég hertekinn og notaður í skítmokstur í hestamiðstöðinni. Þar var löngu kominn tími á að losa úr stíunum en hrossin ganga á hálmi en ekki hefur gefið til útmoksturs vegna veðurs. Þetta var gert með miklum látum og þessar 18 tveggja hesta stíur tæmdar á 5 tímum. Notaðir voru tveir sturtuvagnar til að keyra frá scheffernum og afurðinni ekið út á holt þar sem þetta verður látið brjóta sig í mánuði eða ár. Síðar verður þessu dreift á akrana og plægt niður. Nú er bara að láta sig hlakka til vorsins því þetta verður endurtekið í maí. Reiðhesturinn minn sem virkaði með stærra móti í morgun virtist fremur lágvaxinn þegar hann var kominn 40 cm. neðar í húsinu. Við tengdafeðgarnir vorum síðan orðnir hálf skakkir eftir daginn. Hann vegna þess að það reynir á allt aðra vöðva að keyra Schefferinn heilan dag heldur en að dúlla um svæðið á dúnmjúkum tölturum(eða þannig.) Ég vegna þess að ég er löngu hættur að Vinna með stórum staf, kunni varla að nota kvíslina við að hreinsa út úr hornum og frá veggjum. Svo dagurinn endaði á því að fara í heita pottinn og til að tryggja enn frekar að menn yrðu uppréttir á morgun var ákveðið að taka einn öl með. Og stjörnubjartur himininn var meiriháttar.

Skrifað af svanur