Færslur: 2008 Febrúar
20.02.2008 22:33
Sumir úrillir í dag.
Þegar ég kom heim úr skólanum í dag, stóð blessaður húsbóndinn í forstofunni með stóra riffilinn. Í ljósi síðustu atburða hér á svæðinu gat það svo sem átt ýmsar skýringar. Taldi þó líklegast að verið væri að strjúka rykið af gripnum og undirbúa refaveiðar Hann varð hins vegar frekar þungur á brún þegar ég stakk upp á því að við reyndum að vaka fram eftir til að sjá tunglmyrkvann í nótt. Þá rann upp fyrir mér að tunglmyrkvi og refaveiðar passa kannski ekki alveg saman. 
En það hljóta koma aðrar tunglmyrkvalausar nætur fljótlega.
Annars hefur verið setið yfir áburðaráætlun hér í dag. Reynt að minnka smá skammtinn á þessu túninu, auka hann aðeins annars staðar, bæta við meiri mykju hér og þar, svona alls konar tilfærslur. En niðurstaðan er bara alltaf sú sama. Áburðurinn verður dýr, miklu dýrari en í fyrra og hana nú. Nefnum engar tölur en það eru alla vega mörg núll þarna á ferðinni.
Árshátíðarundirbúningur er nú í hámarki í skólanum. Fyrsta rennsli á leikritinu í dag og alltaf verð ég jafn hissa þegar hver nemandinn á fætur öðrum stendur alls ófeiminn og syngur einsöng eins og ekkert sé. Ekki bara þeir sem hafa kannski verið að syngja hjá Steinku tónlistarkennara, heldur líka sumir sem enginn vissi að gætu yfirhöfuð gefið frá sér nokkur hljóð, eða þannig.
Við erum svo ljónheppin í skólanum að hafa ótrúlega virkt foreldrafélag. Meðal annars koma tvær mæður og sauma búninga í tugatali á leikendur. Það voru töfraðir fram kjólar á dans og söngdömurnar í gær. Við vorum að hlæja að því að þessir kjólar voru trúlega áður kyrtlar postulanna þegar Jesú súperstar var settur upp fyrir tveimur árum. Ekki slæm endurnýting það. Búið er að versla byssur handa bæði góða og vonda genginu og húfur, hattar og bindi liggja á víð og dreif. Nú er bara að vona að veðurguðir og flensuguðir hafi sig hæga fram yfir laugardag svo við fáum sem flesta áhorfendur. Krakkarnir búnir að skipuleggja bakstur í samráði við ráðskonu og verður kaffisala að lokinni sýningu. Ekki veitir af að safna í ferðasjóð því stefnt er á 4-5 daga ferðalag í vor með elstu nemendur.
Nú líst mér á. Er Svanur ekki kominn með ferðabæklinginn frá bændaferðum fyrir framan sig. Best að fara og skoða með honum.

En það hljóta koma aðrar tunglmyrkvalausar nætur fljótlega.
Annars hefur verið setið yfir áburðaráætlun hér í dag. Reynt að minnka smá skammtinn á þessu túninu, auka hann aðeins annars staðar, bæta við meiri mykju hér og þar, svona alls konar tilfærslur. En niðurstaðan er bara alltaf sú sama. Áburðurinn verður dýr, miklu dýrari en í fyrra og hana nú. Nefnum engar tölur en það eru alla vega mörg núll þarna á ferðinni.
Árshátíðarundirbúningur er nú í hámarki í skólanum. Fyrsta rennsli á leikritinu í dag og alltaf verð ég jafn hissa þegar hver nemandinn á fætur öðrum stendur alls ófeiminn og syngur einsöng eins og ekkert sé. Ekki bara þeir sem hafa kannski verið að syngja hjá Steinku tónlistarkennara, heldur líka sumir sem enginn vissi að gætu yfirhöfuð gefið frá sér nokkur hljóð, eða þannig.
Við erum svo ljónheppin í skólanum að hafa ótrúlega virkt foreldrafélag. Meðal annars koma tvær mæður og sauma búninga í tugatali á leikendur. Það voru töfraðir fram kjólar á dans og söngdömurnar í gær. Við vorum að hlæja að því að þessir kjólar voru trúlega áður kyrtlar postulanna þegar Jesú súperstar var settur upp fyrir tveimur árum. Ekki slæm endurnýting það. Búið er að versla byssur handa bæði góða og vonda genginu og húfur, hattar og bindi liggja á víð og dreif. Nú er bara að vona að veðurguðir og flensuguðir hafi sig hæga fram yfir laugardag svo við fáum sem flesta áhorfendur. Krakkarnir búnir að skipuleggja bakstur í samráði við ráðskonu og verður kaffisala að lokinni sýningu. Ekki veitir af að safna í ferðasjóð því stefnt er á 4-5 daga ferðalag í vor með elstu nemendur.
Nú líst mér á. Er Svanur ekki kominn með ferðabæklinginn frá bændaferðum fyrir framan sig. Best að fara og skoða með honum.
19.02.2008 23:18
Stútfullt tungl.
Er bara ekki komin gamalkunnug vestanátt með éljagangi sem aldrei fyrr. Nú er fullt tungl og það átti að fara að taka á því í rebbaveiðinni. Svo hlutirnir gangi upp þar, á að vera norðanátt, tungl og bjartviðri. Nú vantar norðanáttina og heldur þungt í mínum manni. Eftir að hafa rýnt í kortin er hugsanlegt að gefi næstu nótt en það verða samt ekki bestu skilyrðin og með aldrinum nenni ég ekki að freista gæfunnar um of í refaveiðinni. Ekki er enn farið að leggja út, þar sem aðalfjörið verður en það verður skoðað með næsta tungl í huga. Það er langt síðan ég hætti að egna fyrir ref þar sem nokkur möguleiki er fyrir vegaskytturnar/ljósálfana að láta ljós sitt skína. Það fer alltaf hrollur um mig þegar kollegar mínir lýsa því þegar þeir hafa legið við agn í skothúsi sínu og allt í einu er ljóskastara beint á staðinn. Bak við ljósið má gera ráð fyrir vitleysing með stóran riffil í höndunum og Ef tófu bæri nú á milli hvað þá???
Já það er annað siðferðið í veiðiskapnum núna eða í þá gömlu góðu.
Það lítur út fyrir að þetta verði eindæma rólegur vetur hvað hundatamningar og útreiðar varðar(ekki útséð með rebbana) en svellin eru að mestu farin af túnunum svo nú verður ekki lengur undan því vikist að hjóla í áburðaráætlunina. Annaðhvort hefur harði diskurinn í mér eða tölvunni breyst síðan í fyrra svo ég verð að fá Sigga Jarls til að leiða mig gegnum áburðarforritið. Reyndar er búið að gera dílinn við seljandann en varasamt að geyma áætlunina lengi ef ég þekki mig rétt. Og það er ljóst að hækkunin verður um 70 - 80 % sem er svo mikið að ég er ekki farinn að trúa því enn.
Sælir eru trúlausir.
Já það er annað siðferðið í veiðiskapnum núna eða í þá gömlu góðu.
Það lítur út fyrir að þetta verði eindæma rólegur vetur hvað hundatamningar og útreiðar varðar(ekki útséð með rebbana) en svellin eru að mestu farin af túnunum svo nú verður ekki lengur undan því vikist að hjóla í áburðaráætlunina. Annaðhvort hefur harði diskurinn í mér eða tölvunni breyst síðan í fyrra svo ég verð að fá Sigga Jarls til að leiða mig gegnum áburðarforritið. Reyndar er búið að gera dílinn við seljandann en varasamt að geyma áætlunina lengi ef ég þekki mig rétt. Og það er ljóst að hækkunin verður um 70 - 80 % sem er svo mikið að ég er ekki farinn að trúa því enn.
Sælir eru trúlausir.

Skrifað af svanur
18.02.2008 21:58
Hrossa og tófuskytterí.
Fyrir réttri viku átti leið hér um sunnanvert nesið vopnaður náungi/náungar sem einhverra hluta vegna sá ástæðu til að skjóta brúntoppótta hryssu þar sem hún lá um 50- 70 m. ofan þjóðvegar við Rauðkollstaði. Annaðhvort hefur hann verið á hrossaskytteríi eða hann hefur villst á hrossinu og einhverju öðru. Það eru ekki mörg ár síðan svokölluð ljósaveiðí byrjaði en þessi veiðiaðferð hefur vaxið hröðum skrefum og er nú stunduð af stórum hópi skotveiðimanna. Því miður er misjafn sauður í mörgu fé og ekki allir sem átta sig á þeirri dauðans alvöru sem liggur í stóra rifflinum þeirra. Ljósaveiðarnar fara þannig fram að ekið er um, gjarnan tveir saman með ljóskastara sem lýst er með til beggja handa í leit að veiðibráð, refum á ferð í myrkrinu. Þegar þeir lenda í geislanum glampar í augum jafnvel í km. fjarlægð. Þó ég hafi nú reynt ótal veiðiaðferðir hefur mér aldrei tekist að slysa niður ref í bílljósum enda brotaviljinn ekki nógu einbeittur. Ég fjárfesti þó í mögnuðum kastara sem var á tilboði í Bílanausti á sínum tíma og tók nokkra rúnta í framhaldi af því en þessi aðferð höfðaði ekki til mín.
Svo ég snúi mér aftur að hryssunni fannst hún á þriðjudagsmorguninn með snyrtilegt kúlugat ofan við vinstra auga. Kvöldið áður gekk á með éljum og manni finnst trúlegast að byssumennirnir hafi verið á suðurleið , séð glitta í auga,. verið illa ljósaðir ,skotið fyrst og spurt svo. Svona menn eiga ekki að hafa byssuleyfi því ef þetta hefur verið svona, er þeim ekki treystandi við aðrar aðstæður. Sumt sem maður upplifir í grenjavinnslunni er ógleymanlegt þegar annað stoppar stutt við. Ég minnist þess alltaf þegar refurinn sem ég var búinn að bíða eftir að komast í færi við í um 8 klt. birtist uppi á hæð í ásættanlegu færi en bak við hæðina var sveitin og um km. í næsta bæ. Ég vissi að annaðhvort færi hann sömu leið til baka og óvíst að hann sæist meir , eða hann færi til hægri hliðar þar sem óhætt yrði að hleypa af skotinu. Þá var erfitt að halda aftur af gikkfingrinum. Því miður fyrir refinn tók hann ranga ákvörðun.
Já það er eins með skotveiðarnar og áfengið. Það eru víst rónarnir sem koma óorði á brennivínið.
Svo ég snúi mér aftur að hryssunni fannst hún á þriðjudagsmorguninn með snyrtilegt kúlugat ofan við vinstra auga. Kvöldið áður gekk á með éljum og manni finnst trúlegast að byssumennirnir hafi verið á suðurleið , séð glitta í auga,. verið illa ljósaðir ,skotið fyrst og spurt svo. Svona menn eiga ekki að hafa byssuleyfi því ef þetta hefur verið svona, er þeim ekki treystandi við aðrar aðstæður. Sumt sem maður upplifir í grenjavinnslunni er ógleymanlegt þegar annað stoppar stutt við. Ég minnist þess alltaf þegar refurinn sem ég var búinn að bíða eftir að komast í færi við í um 8 klt. birtist uppi á hæð í ásættanlegu færi en bak við hæðina var sveitin og um km. í næsta bæ. Ég vissi að annaðhvort færi hann sömu leið til baka og óvíst að hann sæist meir , eða hann færi til hægri hliðar þar sem óhætt yrði að hleypa af skotinu. Þá var erfitt að halda aftur af gikkfingrinum. Því miður fyrir refinn tók hann ranga ákvörðun.
Já það er eins með skotveiðarnar og áfengið. Það eru víst rónarnir sem koma óorði á brennivínið.

Skrifað af svanur