Færslur: 2007 Desember

12.12.2007 21:40

Annasamur dagur í sveitinni.

  Það var byrjað á því í bítið (rétt fyrir 7)  að fjarlægja samstillingarsvampana úr ánum  (50 st.) svo þær yrðu klárar fyrir sæðingu kl 2 á föstudaginn. Að loknum fjósverkum og öðrum gegningum  um hálf 10 var fyrsti kaffibollinn  tekinn með nágrannanum sem grunaði að heitt væri á könnunni. Bolli no. 2 var tekinn meðan rennt var yfir dagblöðin  á netinu og síðan var síma og pappírvesin fram til hádegis. Þá var haldið  niður í byggskemmu þar sem unnið var við að valsa um 12 tonn af byggi og sekkja um helming þess en afhenda þarf farm um helgina. Gróf  birgðakönnun var gerð á sílóunum og giskað á að 80 til 100 tonn væru óseld en talsvert af því er nú að öllum líkindum lofað.
 Rétt náði í gegningar á réttum tíma um hálf 6 og fjós kl. 6 en fjósaverkin taka um einn og hálfan tíma fyrir tvo ef ekkert er verið að gera nema aðalrútínuna eins og núna.
  Eftir mat og smá afslöppun var farið í pottinn og síðan ákveðið að kíkja aðeins á heimasíðuna og slá inn afrekum dagsins .

10.12.2007 12:35

Skipt út fjórhjóli

  Já, í síðustu viku var Súkkunni skipt út fyrir díselhjól.Nánar um það í valmyndinni hér til hliðar
.

09.12.2007 23:09

Góður dagur!

    
   Iðunn og Dóri drógu mig með á trippa og folaldasýningu að Miðfossum í  Andakíl sem haldin var á vegum Hrossaræktarsamband Vesturlands.
  Með í för voru tveir veturgamlir folar frá mér og Einari.
Þetta var mikil sýning með 76 skráðum gripum alls en þarna voru sýnd folöld og veturgamalt sem skipt var eftir kynjum. Þarna var margur eigulegur gripurinn sýndur og rýmið og flottheitin sérstaklega á mörgum folaldanna var slíkur að maður velti því fyrir sér hvar þetta myndi nú enda.
  Þegar að sá veturgamli minn,Funi frá Dalsmynni vann sinn flokk þá leið mér ekki illa.
Þó móðirin Von sé fædd í Söðulsholti úr ræktuninni hjá Gústa og Dittu þá er hún í beinan kvenlegg af gamla Dalsmynniskyninu(Þaðan er fasið og léttleikinn nefninlega) .
Ef farið er inní myndaalbúmið (Hrossin okkar) sést vel á þremur myndum þar hvernig ungviði  kynbótadómararnir þrír sem dæmdu tryppin vilja sjá.
   
Flettingar í dag: 3286
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651384
Samtals gestir: 58004
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:57:06
clockhere