16.10.2010 08:09

Bitinn af Fálka !

 Ég lít ránfuglana alltaf hornauga ,yfirleitt flottir en alltaf jafn gremjulegt að sjá þá elta uppi ognæla sér í bráð.

En þetta er samt gangur lífsins.

 Tamningameistararnir  í Söðulsholti voru á útreiðum i gær og ráku þá augun í fugl sem eitthvað var að.

 Þetta reyndist vera vængbrotinn fálki.


                  Kaldur til augnanna og býsna rólegur í þessum framandi aðstæðum.

 Hann var fangaður, komið í búr og að höfðu samráði við náttúrufræðistofnun ákveðið að koma honum í húsdýragarðinn til skoðunar og hjúkrunar.

 Ég var settur í að koma honum úr búrinu í kassann sem við útbjuggum til flutningsins.



 Hann notaði bæði kjaft og klær í þeim gjörningi svo ég er kominn með enn betri tilfinningu fyrir því hvað fórnarlömbin/fuglarnir mega þola hjá honum en áður.

 Fálkanum var síðan komið í hendur lögreglu Borgarfjarðar og Dala í Borgarnesi og þeir áttu síðan að ljúka málinu.

Spurning hvort hann nær heilsu til að komast í loftið aftur til að bögga fuglana mína ?

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere