12.01.2013 21:26
Hálmur til sölu.
Nú liggur fyrir að hálmnotkunin í fjárhúsunum verður margfalt minni en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir.
Þess vegna er til sölu ágætur hálmur, óplastaður og geymdur inni ( ennþá).
Rúllurnar eru í nokkrum stærðum.
Síminn er 6948020 og verðið verður annaðhvort prúttað upp eða niður, í það rétta.

Þess vegna er til sölu ágætur hálmur, óplastaður og geymdur inni ( ennþá).
Rúllurnar eru í nokkrum stærðum.
Síminn er 6948020 og verðið verður annaðhvort prúttað upp eða niður, í það rétta.

Skrifað af svanur
08.01.2013 09:03
Dótainnflutningurinn og vélaumboðin 2012.
Eins og á öllum öðrum sviðum hafði hrunið mikil áhrif á vélaumboðin sem sjá okkur bændunum fyrir öllu dótinu sem er bráðnauðsynlegt í búskapnum.
Tækjasalan hrundi algjörlega og þó innflutningurinn sé hægt og bítandi að ná vopnum sínum á ný hefur orðið veruleg breyting á umboðaflórunni.
Mér sýnist að einungis tvö umboð séu rekin á sömu kennitölunni og fyrir hrun. Jötunn Vélar á Selfossi og Þór hf.
Hin umboðin eru sum að rísa upp undir öðrum kennitölum, með öll eða megnið af fyrri vörumerkjum á meðan önnur eru horfin en merkin komin til annarra aðila sem í sumum tilvikum eru að taka þau inn sem hliðarinnflutning með óskyldri tækjasölu.
Ekki virðist málum ljúka með kennitöluskiptum því það eru að falla dómar á framkvæmdastjóra/eigendur t.d. vegna vörsluskatta o.sv.frv. Þá er uppi óstaðfestur orðrómur um að kaupleigufyrirtæki séu í dómsmálum við ábyrgðaraðila vegna tækja með veðböndum sem virðast hafa verið seld útúr kaupleigusamningum.
Nú liggja fyrir sölutölur á nýjum dráttarvélum innfluttum 2012 sem sýna það ótvírætt að landið er að rísa í þessum málaflokki.
Valtra 28 vélar.
Massey Ferguson 22 -
Claas 15 -
New Holland 14 -
Kubota 10 -
Fent 7 -
John Deere 3 -
Deuzt Fahr 3 -
Dong Feng ? 3 -
Belarus 1 -
Case 1 -
Foton ? 1 -
Samtals 108 vélar.
Til samanburðar má geta þess að árið 2007 voru fluttar inn 374 dráttarvélar.
Og 2009 aðeins 19 st.
Skrifað af svanur
07.01.2013 08:07
Myrkur, matur og kenningar.
Nú birtir varla um miðjan daginn, allt marautt og skýjað.
En hlýindin og blessuð blíðan gerir þetta myrkur nú ekki eins þrúgandi fyrir þá sem láta skammdegið fara í pirrurnar á sér.
Svo þó ég vilji gjarnan hafa snjóföl á þessum árstíma til að lágmarka skammdegismyrkrið eins og mögulegt er, læt ég þetta yfir mig ganga algjörlega möglunarlaust.
Nú er jólakaosinn að baki og nýja árið leggst óvanalega vel í mig.

Þó að það sé eitt og annað eftir í fjárhúsinu er þessi aðstaða lúxus og verður algjör lúxus. Reyndar er það að koma ágætlega út að hanna þetta svona eftir hendinni þó það taki kannski stundum óþarflega mikinn tíma að " hugsa " lausnina á viðfangsefnu.

Kollótti hrúturinn var tekinn úr gemlingunum í gær og mikil ró komin yfir aðra hrúta í húsinu sem fyllir mann bjartsýni um að allt sé á áætlun og komin tvö lömb í hverja fullorðna kind . Helst hvorki meira né minna.

Það liggur meira fyrir í hundatamningum vetrarins en ég mun ráða við og ég stóðst ekki mátið og stalst út með nokkra gemlinga í fyrsta tíma vetursins í gær.( Ekki ráðlegt að vinna með kindur svona strax uppúr fengitíma).
Meðal þeirra sem bíða tamninga eru þessi þrjú Tinnaafkvæmi hér fyrir ofan. Eitt þeirra er óskrifað blað en verði hin tvö ekki afbragðsgóðir fjárhundar er ég fúskari í faginu.

Vinir mínir á Austurbakkanum buðu til brennu og alvöru flugeldasýningar í gærkveldi.
Og í framhaldinu til síðustu kökuveislu jólanna í Lindartungu. Takk fyrir það.
Þó ég kaupi algjörlega kenninguna sem vinur minn sagði mér um daginn, er samt gott að þessari átveislu er lokið.
Kenningin var sú að það dræpi mann ekki, sem borðað væri milli jóla og nýárs.
En það sem maður borðaði milli nýárs og jóla, það væri annað mál.
En ykkur sem hafið nennt að lesa alla leið hingað, óska ég gleðilegs og góðs árs.
En hlýindin og blessuð blíðan gerir þetta myrkur nú ekki eins þrúgandi fyrir þá sem láta skammdegið fara í pirrurnar á sér.
Svo þó ég vilji gjarnan hafa snjóföl á þessum árstíma til að lágmarka skammdegismyrkrið eins og mögulegt er, læt ég þetta yfir mig ganga algjörlega möglunarlaust.
Nú er jólakaosinn að baki og nýja árið leggst óvanalega vel í mig.

Þó að það sé eitt og annað eftir í fjárhúsinu er þessi aðstaða lúxus og verður algjör lúxus. Reyndar er það að koma ágætlega út að hanna þetta svona eftir hendinni þó það taki kannski stundum óþarflega mikinn tíma að " hugsa " lausnina á viðfangsefnu.

Kollótti hrúturinn var tekinn úr gemlingunum í gær og mikil ró komin yfir aðra hrúta í húsinu sem fyllir mann bjartsýni um að allt sé á áætlun og komin tvö lömb í hverja fullorðna kind . Helst hvorki meira né minna.

Það liggur meira fyrir í hundatamningum vetrarins en ég mun ráða við og ég stóðst ekki mátið og stalst út með nokkra gemlinga í fyrsta tíma vetursins í gær.( Ekki ráðlegt að vinna með kindur svona strax uppúr fengitíma).
Meðal þeirra sem bíða tamninga eru þessi þrjú Tinnaafkvæmi hér fyrir ofan. Eitt þeirra er óskrifað blað en verði hin tvö ekki afbragðsgóðir fjárhundar er ég fúskari í faginu.

Vinir mínir á Austurbakkanum buðu til brennu og alvöru flugeldasýningar í gærkveldi.
Og í framhaldinu til síðustu kökuveislu jólanna í Lindartungu. Takk fyrir það.
Þó ég kaupi algjörlega kenninguna sem vinur minn sagði mér um daginn, er samt gott að þessari átveislu er lokið.
Kenningin var sú að það dræpi mann ekki, sem borðað væri milli jóla og nýárs.
En það sem maður borðaði milli nýárs og jóla, það væri annað mál.
En ykkur sem hafið nennt að lesa alla leið hingað, óska ég gleðilegs og góðs árs.
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334