08.08.2013 23:10

Ættartölur og eftirátryggingar.

 Mér fannst eins og konan í símanum yrði ögn varfærin í málrómnum Þegar hún spurði hvort ég ætti nokkuð hvolpa til sölu.

 Þegar Því var neitað spurði hún ekki hvort von væri á goti fljótlega eins og gerist oft, heldur tjáði hún mér að hún væri nú að leita sér að hvolpi.
 
Það kom mér nú ekki á óvart Þar sem ég beið eftir næsta stigi samtalsins, orðinn nokkuð var um mig.

 Kannastu nokkuð við hvernig hundar eru á  XX  spurði konan og bætti við að Þar væru hvolpar til sölu.

 Ég gaf lítið út á Það, allavega ekki til að geta lagt dóm á Það sisona hvernig Þeir myndu standa sig í ræktuninni.

 Konan fór Þá að upplýsa mig um ýmis góð nöfn í ættarskrá hvolpanna sem ég vissi nú reyndar áður. 
  Ég sem var búinn að ákveða að hræra aðeins upp í vesalings konunni, sagðist nú lítið gefa fyrir einhver nöfn í ættartölu.

 Aðalmálið hjá mér nú væri að hvolpurinn virkaði almennilega Þegar ég byrjaði að vinna með hann en Þá væri Það nú allavegana hvernig fínu nöfnin í ættinni skiluðu sér.

 En Það er líka íslandsmeistari fjárhundakeppni annaðhvort afi eða amma hvolpanna sagði konan og var greinlega komin í mikla vörn fyrir hvolpana á XX.

 Já íslandsmeistari og ekki íslandsmeistari sagði ég og gerði mig mjög trúverðugan í röddinni.

 Þar skiptir nú öllu máli hvort hundar verða íslandsmeistarar með kannski innan við 50 stig af hundrað mögulegum eða 90 + .

  Nú var greinilega komið í talsvert óefni hjá konunni og úr vöndu að ráða, enda spurði hún mig hvort ég vissi einhversstaðar af velættuðum hvolpum til sölu.

 Ég taldi rétt að sleppa fyrirlestrinum mínum um að ég væri löngu hættur að benda saklausu fólki á got sem ég vissi ekkert  um hvernig myndu skila sér í vinnunni.

 Enda hefði Það kostað mig Þó nokkra vini.

 Trúr Þeirri sannfæringu minni sleppti ég Því líka að telja upp Þessi 3 got sem ég vissi um.

 Nei, ég vissi Því miður ekki um neitt got sem væri í öruggum gæðaflokk.

 Ef samviskan væri svo ekki löngu hætt að plaga mig hefði ég nú verið dálítið órór eftir samtalið.

Og konan hefði nú trúlega getað farið ágætlega útúr Því, ef hún hefði tekið sjénsinn á að spyrja hvort ég ætti von á goti fljótlega. 

En maður tryggir ekki eftirá.emoticon 
   

02.08.2013 21:20

Á ferð um norðausturland.


 Það var dólað norður í Vaglaskóg seinnipart sunnudags.



  Númer 1-2 og 3  í Þessum ferðamáta er að halda sig sólarmegin í lífinu.

 Aðalstopp mánudagsins var á Svalbarði í Þistilfirði hjá fyrrverandi sveitunga.



Þar var m.a. Þessa áhyggjufulla móðir með 3 gæsaunga sem eru að gera henni uppeldið sífellt erfiðara. VelÞekkt vandamál hjá fleirum en henni.


Þarna er svo birnan til húsa með sína stuttu en merkilegu sögu.



Næstu Þremur nóttum var svo eytt á tjaldsvæðinu á Skjöldólfstöðum í Jökuldal



  Frábært að vera Þar og ef dalurinn var fullur af niðaÞoku að morgni, var bara keyrt uppúr henni í sólina.



 Það var rennt við í Laugarfellsskálanum sem er Þeim Fljótsdælingum til mikils sóma.



 Það hefur vafalaust " tekið í" að koma upp Þessari flottu aðstöðu Þarna, en Þeir hafa breitt bak fljótsdælingar.

 Þarna var tekinn 7 km gönguhringur til að kanna Þolið hjá bóndanum fyrir hreindýraharkið.



 Fossaleiðin varð fyrir valinu frekar en að skokka uppá Laugarfellið og hér er fossinn Faxi í Jökulsá á Dal. 



 Og Stuðlafoss í Laugará.



 Kirkjufoss í Jökulsá.



 Allstaðar á Þessari leið Þar sem lækjasitrur komu úr hlíðunum í árnar var Þessi sterki mýrarrauðalitur eða hvað sem Þetta er, áberandi.



 Og heimurinn er lítill Því ég rakst á Þennan unga jökuldæling ættaðan frá Setbergi við Hornafjörð. Hann er undan henni Loppu Tinnadóttir frá Dalsmynni.



 Svo var ég sérstaklega sendur til að berja Þennan 10 ára gamla tarf augum, svo ég vissi hvernig gripurinn liti út sem ég ætlaði mér að veiða áður en snúið yrði vestur á ný.

 

  Sá gripur fannst svo seint og um síðir norðaustur af Kistufellinu, t.h. á myndinni síðla dags sem Þessi mynd var tekin.

 Þá var hægt að drífa sig heim og klára fyrri sláttinn og nú er miðsvetrarheyið fyrir sauðféð og útigangsheyið komið í plast.

 Og Þá er bara að snúa sér að næsta máli á dagskrá.

28.07.2013 13:30

Á hreindýraveiðum.


 Við gædinn minn, Alli í Klausturseli lágum á melkasti á Hróaldsstaðarheiðinni og virtum fyrir okkur stóra hjörð hreindýra, Þar sem Þau lágu á snjóbreiðu í Þokkalegu riffilfæri.

 Hróaldsstaðarheiðin liggur uppaf eða norðuraf Selárdal í Vopnafirði.

   Það var ekki nóg með að ég hefði aldrei áður séð svona stóra hjörð í Þessari nálægð, heldur átti ég einhvern ótiltekinn tarf í hópnum.

 Daginn áður höfðum við varið deginum í að leita Jökulsdalsheiðina allt norður í Hofsárdal og austur fyrir Sandfellið. Síðla dags sáum við svo nokkurra dýr hóp norðanlega á Smjörvatnsheiðinni í um 3 - 4 km fjarlægð.
 Það var í sama mund og Þokubakkinn sem hafði haldið sig í Smjörfjöllunum var kominn á gott skrið suður á bóginn.

 Gædinn var ekki kunnugur svo norðanlega og staðan var metin blákalt Þannig, að Þokan myndi hellast yfir okkur u.Þ.b. sem við næðum til hópsins.
 
 Það var Því ákveðið að halda heim á leið og athuga frekar með 11 dýra hóp sem gæti haldið sig á Þeim slóðum sem farið yrði um á leiðinni.

En Það eru ekki alltaf jólin í veiðinni.

 Ég hafði fengið úthlutað tarfi á svæði 1 sem liggur norðan Jökuldals trúlega allt til Jökulsár á fjöllum ef út í Það væri farið.

  Um kvöldið var síðan ákveðið að fara daginn eftir á svæðið norðan Selárdals í Vopnafirði en Þar var talið að trúlega væru a.m.k. 3 hópar í kringum Mælifellið og Kistufellið.


                                                   Kistufellið , Syðri Hágangur t.h.

 Eftir daglanga árangurslausa leit vorum við á heimleið Þegar við duttum niður á hópinn á fönn milli holta, fyrir algjöra tilviljun.

 Þetta var blandaður hópur, tarfar, kýr og kálfar lágu í tiltölulega Þéttum hóp og einungis nokkrir kálfar uppistandandi.

 Mér féllust eiginlega hendur  við að virða Þvöguna fyrir mér gegnum byssusjónaukann og ekki mjög freistandi að skjóta eitthvað tiltekið dýr í liggjandi hópnum.

 Alli var hinsvegar fljótur að lesa hópinn og sagði mér að taka annan eða Þriðja tarf frá hægri, alltaf dálítið hægrisinnaður hann Aðalsteinn.

  Ekki leist mér á hvernig Þeir sneru við mér en meðan ég var að velta fyrir mér næsta leik stóðu Þessir tveir upp hinir rólegustu.
 Annar Þeirra sá stærri var hornbrotinn sem var ákveðinn galli í uppstoppun. Ég sem nautakjötsframleiðandi var hinsvegar ekkert á höttunum eftir stærsta tarfinum í hjörðinni vitandi Það að hár aldur hefur ekki góð áhrif á kjötgæðin.

 Það er svo alltaf sami léttirinn Þegar banaskot heppnast vel í veiðinni, hvort sem skotmarkið er lítið eða stórt.



 Hér er hópurinn fyrst að taka veður af okkur og virtust ekkert kippa sér upp við Það að vera orðin einu færra.



 Þau ákveða samt að yfirgefa svæðið í rólegheitum.



 Alli taldi að  hópurinn væri talsvert á annað hundraðið. Það sést svo  vel á myndunum  hvað dýrin falla vel inní landslagið.



 Hér er horft austuryfir Almenningsárvötnin og Þokan er að leggja undir sig Vopnafjörðinn og dalina innaf honum.
  
 

 Hér er svo Gædinn mættur með afrakstur tveggja daga veiðiferðar að vaðinu við Selána.
Mælifellið í baksýn í hitamistrinu.



 Sá gamli hæstánægður með tveggja daga fjallaskoðun og fyrsta og síðasta hreindýrstarfinn sinn.

 Og 5 daga sumarfríi lokið.
Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803354
Samtals gestir: 65136
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:19:28
clockhere