09.01.2014 21:39
Metaregn í gangi ;) - og ýmislegt jákvætt í kortunum :) .
Það voru set tvö met í Eyjarhrepp hinum forna í dag.
Enda búa þar " næstum " eintómir snillingar.
Fyrra metið verður nú kannski erfitt að rekja til þeirra, en það var öflugt lognmet á því herrans ári 2014.
Megi það verða margslegið á þeim tíma sem eftir lifir árs :) .
Hitt metið verður hinsvegar rakið þráðbeint til nokkurra öflugra Eyhreppinga sem slógu öll hraðamet við að hreinsa útúr öllum stíum Hestamiðstöðvarinnar í Söðulsholti.
Reyndar hefur þessi gerningur ekki verið leikinn áður á einum degi.
Þetta var kærkomin tilbreyting fyrir þessar eðalvélar og góð æfing fyrir akuryrkjuna sem mun bresta á fyrr en varir.
Stíurnar sem eru 40 cm. djúpar voru orðnar ágætlega nýttar, enda hafði planið verið að tæma þær um miðjan des.
Hér er búið að hreinsa út úr annarri lengunni í stærra húsinu.
Hálmun lokið og bara eftir að loka milligerðunum og festa þær með 2 skrúfum, hverja.
Byrjuðum að keyra út kl 9 og dæmið búið um 5.
Svo er bara að endutaka leikinn fyrir sumarið :) .
Í Hestamiðstöðinni er allt á fullu við tamningu og þjálfun, tæp 30 á járnum bæði frá búinu og öðrum.
Og ýmislegt bendir til þess að nú sé að lifna aðeins yfir sölunni sem er orðið virkilega tímabært.
Já , eru ekki allir á því að það sé sitthvað jákvætt í kortum nýbyrjaðs árs ??
07.01.2014 19:54
Þokuráf og vinahringingar.
Já,- nú er allt að gerast í sveitinni .
Númer eitt er að birtutíminn lengist jafnt og þétt. Það er alltaf jafn ánægjuleg þróun.
Og helvítis norðanrokið sem er búið að blása af miklum djöfulmóð í um 3 vikur gaf verulega eftir í dag.
Þriggja vikna stöðugt rok tekur í skal ég segja ykkur, og ég sem er með veðurþolnari mönnum var alveg að tapa mér.
Þoli vel svona 2 vikur en .................................
Nú er komin glæný talva fyrir framan mig svo ég get snúið mér af miklum krafti að ýmisskonar ritstörfum og allskonur timaeyðslu á netinu.
Ég er nánast enginn tölvumaður, lít á fyrirbrigðið sem vinnutæki og reyni að komast af með eins litla þekkingu á því og mögulegt er.
Þegar skipt er um græjuna er ég í vondum málum því nú er allt í einu komið annað umhverfi og ýmislegt horfið eða hefur breytt sér svo enginn hlutur er á sínum stað lengur. Þetta er svona eins og að ráfa um í blindþoku á ókunnugu landsvæði þar sem ég þekki engin kennileiti.
Þá er nú gott að geta hringt í vin til að leiðsegja mann til byggða . ;)
Síðast en ekki síst eru svo jólin búin, en það er alltaf jafngott að hafa þau fyrir aftan sig, án þess að ég rökstyðji það frekar.
Þrátt fyrir þokuna á tölvuleiðunum er maður fullur bjartsýni á nýbyrjuðu ári. Allt útlit fyrir að tekist hafi ágætlega hjá hrússunum að sinna skyldum sínum og kýrnar leika við hvern sinn fingur þessar vikurnar.
Meira að segja heillangt síðan komið hefur upp júgurbólga sem er alltaf jafn óvelkomin.
Nú fara fyrstu hundarnir að detta inn í námsferlið sitt í vikunni, en það er alltaf jafn spennandi að rýna í góð fjárhundsefni. Lesendur síðunnar fá væntanlega meira en nóg af lesefni um það áður en lýkur.
Já , bara allt að gerast :) .
14.12.2013 20:29
Drög að sauðburði.
Ef ekki er farin sú leið að samstilla bestu ærnar fyrir Þessa gæðadropa er alltaf heilmikið lotterí hvort einhverjar ær verða að ganga Þá daga sem sæði er í boði, hversu margar og hvort Þær séu svo hæfar til undaneldis.
Nú er gott ár í málaflokknum og á 4 dögum hefur Þriðjungur ánna gengið og flestar Þeirra verið sæddar.
Svo er annað lotterí hversu hátt hlutfall Þeirra heldur .

Þessar bíða yngri húsfreyjunnar með stráin sín.
Kerfið hér er Þannig að sauðburðurinn á að vera samfelldur og hrútarnir Því settir í, að sæðingum loknum.
Eins og alltaf á Þessum árstíma Þá velkist enginn í vafa um að vorið verði afbragsgott og best að drífa í að koma lömbum í rollurnar. Þær verða náttúrulega að komast tímalega út í Þetta gæðavor sem mun bresta á innan nokkurra nmánuða.

Þó reynslan segi manni nú reyndar að góð vor séu teljandi á fingrum annarrar handar svo langt aftur sem elstu menn muna,- skítt með Það.

Hér leggja nokkrir gemlingar af stað út í vorið, Þó gróðurinn virðist nú ekki vera orðinn til vandræða.
Nú er allavega ljóst að sauðburður mun að öllum líkindum hefjast með miklum gassagangi snemma vors og enginn bilbugur á bændunum að halda kerfinu.
Spurningin snýst bara um hvenær eigi að skipta yfir í hrúta, úr stráum.
Vond spurning, Því ég er óvanalega ánægður með hrúta búsins, Þeir eru óÞarflega margir og síðan eru efnilegir lambhrútar sem Þarf að prufukeyra til að kanna ræktunargenin.
Svo maður er farinn að sjá ofsjónum yfir Því splæsa öllum Þessum rollum í Þetta "sæðingarstöðvardrasl. "
Þetta er svona týpiskt allsnægtarvandamál.
Sunnudagur á morgun og Þá verður tekinn upp gamall siður að velja hrúta af mikilli kostgæfni á ærnar sem ganga, enda sæðingastöðvarhrútarnir í fríi.
Svo verður lagst undir feld og í framhaldinu haldin fjölskylduráðstefna um sæðingarlok og hrútaupphaf.
Og eins og allir vita koma alltaf gagnmerkar og afdrifaríkar niðurstöður útúr öllum alvöru ráðstefnum.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334