03.05.2008 23:34
Vorið er komið og!!
Þeir sem hafa alið aldur sinn hér á nesinu síðustu 50 árin eða svo, plús eitthvað, eru komnir með innbyggt mikið langlundargeð gagnvart veðurfari. Það verður samt að játast að þanþol undirritaðs var orðið ansi strekkt yfir norðaustanáttinni síðustu, guð má vita hvað marga daga. Nú er að bregða til betri tíðar og eins og ég spáði einhversstaðar er allt komið á fulla ferð. Þar sem allt síðastliðið haust var svona hálfgerð vætutíð eða þannig, náðist ekki að plægja akrana og eykur það álagið nú. Undanfarnir dagar hafa farið í að plægja og kalka/sanda á fullu og enn er verið að. Bændurnir hér í Eyjarhreppnum sáluga eru að sá í um hundrað ha. af byggi og síðan eru sumir með grænfóður til beitar eða sláttar til viðbótar. Hver er með sína akra þó uppskeran lendi svo í samkrulli um það er lýkur, nema félagið okkar, Yrkjar ehf. er með akra inn í Dölum. Þar verður plægt á morgun og síðan byrjað að sá þar, trúlega á mánudag .. Dalsmynni og Söðulsholt eru síðan með eitthvað óljóst samkrull í vinnunni og vélunum sem gengur fínt enda kæruleysið ríkjandi. Atli sem er aðal plægingarmeistarinn sér síðan um sáðvélina sem notuð er á svæðinu og fær að komast að því fullkeyptu í törninni sem framundan er.
Sauðburðurinn er svo að bresta á, því samstilltu sæðisærnar eru að byrja. Nýheimta gimbrin úr Stóra Langadalnum var síðan að bera og þó lambið væri stórt "Slapp það til" eins og Skagfirðingarnir segja, með guðs hjálp og konunnar minnar náttúrulega sem dugar nú kannski betur í fæðingahjálpinni en ?.
Sauðburðurinn er svo að bresta á, því samstilltu sæðisærnar eru að byrja. Nýheimta gimbrin úr Stóra Langadalnum var síðan að bera og þó lambið væri stórt "Slapp það til" eins og Skagfirðingarnir segja, með guðs hjálp og konunnar minnar náttúrulega sem dugar nú kannski betur í fæðingahjálpinni en ?.

Skrifað af svanur
02.05.2008 09:53
Fundafíklar og sauðburður.
Á ákveðnu tímaskeiði ævinnar trúði ég því að öruggast væri að ég hefði puttann á öllu mögulegu og ómögulegu sem var í gangi í samfélaginu. Það skrýtna var að að fleiri voru þeirrar skoðunar og ég var því kosinn í flestallar nefndir og ráð sem fyrirfundust í bændasamfélaginu. Það fór þó svo að ég áttaði mig á því að enginn er ómissandi og allra síst ég. Þetta uppgötvaðist nokkuð samhliða minnkandi áhuga á tíðum fundarsetum á oft tilgangslitlum fundum. Eftir á að hyggja var ótrúlegt að ég skyldi uppgötva þessar staðreyndir á undan kjósendunum og hætta því vafstrinu í tíma.
Það fór samt ekki hjá því að ég hefði skoðanir á ýmsum málaflokkum sem stóðu mér nærri og stundum (sjaldan) stóð ég mig að því að reyna að hafa áhrif á ýmsa hluti sem ekki voru í rétta farveginum frá mínu sjónarhorni. En allt fer í hringi og í þessari viku hef ég setið 3 fundi og sá fjórði frestaðist af ókunnum orsökum. Þýðingarmesti fundurinn var lokafundur samninganefndar um rekstur Laugargerðisskóla sem rekinn er af Borgarbyggð og Eyja og Miklaholtshrepp. Samningsdrögin sem samstaða var um í nefndinni og lögð verða fyrir sveitarstjórnirnar, þýða jákvætt og öruggt rekstrarumhverfi fyrir skólann okkar þar til börnin þrjóta á svæðinu. Annar hvor aðilinn getur þó á hverjum tíma óska endurskoðunar ef aðstæður breytast.
Fyrsta lamb vorsins leit svo dagsins ljós í morgun nokkrum dögum fyrir tímann.
Móðirin sem er önnur kindanna á búinu sem glímir við kviðslit kom reyndar með annað sem var andvana fætt. Sauðburðurinn í Dalsmynni er sem sagt á fullu og lítur illa út ef ekki lifir nema helmingurinn af lömbunum(enginn bóndi nema hann berji sér).
Það fór samt ekki hjá því að ég hefði skoðanir á ýmsum málaflokkum sem stóðu mér nærri og stundum (sjaldan) stóð ég mig að því að reyna að hafa áhrif á ýmsa hluti sem ekki voru í rétta farveginum frá mínu sjónarhorni. En allt fer í hringi og í þessari viku hef ég setið 3 fundi og sá fjórði frestaðist af ókunnum orsökum. Þýðingarmesti fundurinn var lokafundur samninganefndar um rekstur Laugargerðisskóla sem rekinn er af Borgarbyggð og Eyja og Miklaholtshrepp. Samningsdrögin sem samstaða var um í nefndinni og lögð verða fyrir sveitarstjórnirnar, þýða jákvætt og öruggt rekstrarumhverfi fyrir skólann okkar þar til börnin þrjóta á svæðinu. Annar hvor aðilinn getur þó á hverjum tíma óska endurskoðunar ef aðstæður breytast.
Fyrsta lamb vorsins leit svo dagsins ljós í morgun nokkrum dögum fyrir tímann.
Móðirin sem er önnur kindanna á búinu sem glímir við kviðslit kom reyndar með annað sem var andvana fætt. Sauðburðurinn í Dalsmynni er sem sagt á fullu og lítur illa út ef ekki lifir nema helmingurinn af lömbunum(enginn bóndi nema hann berji sér).

Skrifað af svanur
29.04.2008 23:37
Rétt hára og hugafar!!!
Nei, sagði konan í símanum og bætti svo við með miklum alvöruþunga. Ég vil hvolp frá þér, helst undan tíkinni sem ég sá á sýningunni hjá þér í sumar. Hann á að vera loðinn bætti hún við. Hún hafði hringt í mig og spurt hvort ég ætti hvolpa, eða þeir væru væntanlegir og þessi orð féllu þegar ég sagði henni að svo væri ekki en ég vissi um hvolpa sem gætu mjög trúlega hentað þeim hjónunum vel. Ég hef margreynt það að þegar, sérstaklega kvenkyns viðmælendur eru komnir með alvöruþunga upp fyrir viss mörk í röddina er bara um tvær leiðir að velja. Samþykkja umyrðalaust allt sem viðkomandi segir eða reyna að leiða umræðuna útá einhverja hjáleið (Norðlingaholtsleið) og eyða talinu. Það kallast virðulegt undanhald. Í þetta sinn valdi ég auðveldu leiðina,upplýsti konuna um að væntanlega myndi umrædd tík fyllast áhuga á að fjölga sér í áliðnum des.(2 mán seinna) og ef það gengi eftir gætum við rætt málin seinna í vetur. Þetta þóttu konunni góð tíðindi og vildi hún nú ljúka málinu , fá hjá mér reikningsnúmer og borga hvolpinn.Hún hefur trúlega haldið að hér lægi á borði langur biðlisti áfjáðra hvolpakaupenda sem er nú því miður ekki raunin. Nú var það ég sem gerðist mjög ákveðinn í röddinni og sagði sem satt var, að ég hefði mikla ótrú á að lofa ófæddum hvolpum ,hvað þá heldur hvolpum sem ekki væri nú einu sinni búið að finna föður að. Varð nú að samkomulagi að hún hefði samband í feb. og tæki á stöðunni. Er skemmst frá því að segja að áhugi tíkarinnar á allri fjölgun var enginn í des, jan ,feb og mars. Var þá svo komið að eiginmaðurinn var búinn að yfirtaka viðræðurnar og þegar ég sagði honum í mars, að þetta væri vinnutík sem yrði að vera klár í haustverkin þótti honum greinilega illa horfa í málinu. Ég veit svo ekki hvor okkar var ánægðari þegar hann hringdi í mig fyrir helgina og ég gat glatt hann með því að nú væri allt á fullu í sveitinni. Kominn loðinn og gullfallegur hundur í heimsókn með fullt af góðum genum og allt að smella saman.
Já það hafa alltaf reynst mér bestu kaupendurnir sem ekki spyrja um verðið fyrr en hvolpurinn er tekinn.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334