21.07.2008 23:09
Jafnt á réttláta og????
Beðið mjöltunar.
Já það rigndi eldi og brennisteini yfir okkur líka sem var hið besta mál.
Áburðurinn rétt komst á rýgresið og nýræktina áður en flóðgáttir himinsins opnuðust . Kýrnar voru svo settar inn eftir hádegið enda orðnar veðurvandar eftir sumarið. Atli var síðan í skurðgreftri en ég dúllaði við að koma heim mínum hluta hrossaheysins og náði að ljúka því fyrir mjaltir.
Ferðahrossin frá því um helgina voru síðan hýst í nótt því þó ekki sé kalt í veðri báru þau sig ekki vel í úrhellinu.
Og hvolparnir mínir níu blása út, enda farnir að hakka í sig mat með móðurmjólkinni. Nú þarf að hressa upp á kynningarsíðuna fyrir þessa óseldu og verðleggja gripina í vikunni.
Já vikan fer svo annars að mestu leiti í það að hlakka til bændareiðarinnar
á laugardaginn..
20.07.2008 21:28
Tveir dagar í hnakknum!
Já það var lagt á og riðið vestur að Langaholti í Staðarsveit.
Hestamannafélagið Snæfellingur hefur í samvinnu við Stakkhamarsbændur komið upp
áningargerði í Stakkhamarsnesi af miklum myndarskap.
Og fjallahringurinn er ekkert slor. Ljósufjöll í norður og.
Snæfellsjökull í vestri. Og hérna bíður fjaran okkar rennislétt og hörð nær óslitið næsta klukkutímann. Já og takið eftir skýjafarinu. Svona er þetta alltaf hér á Nesinu.
Við hestamiðstöðvarfólk, mínus Einar, fjögur st. + 16 hross, slógumst í för með ferðahóp sem samanstóð af fólki víðsvegar af landinu.Bolungavík til Dalvíkur Einn alvörubóndi var með eins og í öllum alvöru hestaferðum. Hilmar í Kolbeinsvík á Ströndum.
í
Ég get alveg fullvissað ykkur um að þetta var ekki svo leiðinlegt,.
Það var talsvert færra á heimleiðinn og annað skýjafar. Þessi gráa er svo til sölu.
Og þessi eru annaðhvort á undan eða eftir.
Til að hafa fjöru þessa leið, Staðará -Núpá (um 30 km.) þarf að gæta tímans vel .
Við töfðumst aðeins á bakaleiðinni og fjaran var ansi tæp í restina. Ástandið varð þó ekki eins slæmt og hjá hópnum sem fór frá Skógarnesi í Laugargerði( Hótel Eldborg) á föstudeginum og var með Bakkus fyrir gæd. Ekki orð um það meira(í bili).
Í myndaalbúmi eru svo textaðar myndir fyrir áhugasama.
18.07.2008 21:57
Rúllur og rýgresi
Rýgresið/byggið slegið með knosaravélinni og skáranir látnir liggja óhreyfðirog rúllaðir þannig þegar hæfilegu rakastigi er náð,eða þurrkinn þrýtur..
Já byggið/rýgresið var slegið á þriðjudagsmorguninn og verður trúlega rúllað á morgun. Þó ekki væri sáð nema hálfum skammti af byggfræi var það ríkjandi í akrinum og komið að skriði. Það verður spennandi að vita hvernig kúnum líst á það í vetur. Nú verður köfnunarefni borið á og rýgresið vonandi slegið aftur og síðan mun það væntanlega nýtast til haustbeitar.
Það var lokið við að koma hrossaheyinu í plast í dag og nú bíða 309 rúllur heimflutnings. Þær eru í 3 stærðarflokkum, 100 cm. í þvermál(enda í Rvík hjá Jonna og Halldóru) 120 cm. sem verða notaðar á tamningastöðinni í vetur og 140 cm. í útiganginn.( Trippi og fylfullt. ) Heyskapurinn fyrir annan útigang er ólokið og bíður enn um sinn.
Danirnir sem komu til mín í gærkveldi spurðu um refaveiðar og byggrækt. Síðan spannst mikil umræða um ullarvöxtinn á sauðfénu á Íslandi. Sumar væru mjög snögghærðar , sumar með mikla ull en skrítnastar væru þær sem væru snögghærðar fremst en með mikla ull aftast???
Já , það getur svo ekki margt komið í veg fyrir það, að ég verði í hnakknum næstu tvo dagana.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334