21.07.2008 23:09

Jafnt á réttláta og????

     
                                              Beðið mjöltunar.                  

 Já það rigndi eldi og brennisteini yfir okkur líka sem var hið besta mál.

Áburðurinn rétt komst á rýgresið og nýræktina áður en flóðgáttir himinsins opnuðust .  Kýrnar voru svo settar inn eftir hádegið enda orðnar veðurvandar  eftir sumarið. Atli var síðan í skurðgreftri  en ég dúllaði við að koma heim mínum hluta  hrossaheysins  og náði að ljúka því fyrir mjaltir.  
  Ferðahrossin frá því um helgina voru síðan hýst í nótt  því þó ekki sé kalt í veðri báru þau sig ekki vel í úrhellinu.  
 
  Og hvolparnir mínir níu blása út, enda farnir að hakka í sig mat með móðurmjólkinni. Nú þarf að hressa upp á kynningarsíðuna fyrir þessa óseldu og verðleggja gripina í vikunni.

Já vikan fer svo annars að mestu leiti í það að hlakka til bændareiðarinnar
 á laugardaginn..                

 

 

20.07.2008 21:28

Tveir dagar í hnakknum!

    


  Já það var lagt á og riðið vestur að Langaholti í Staðarsveit.
Hestamannafélagið Snæfellingur hefur í samvinnu við Stakkhamarsbændur komið upp
áningargerði í Stakkhamarsnesi af miklum myndarskap.
Og fjallahringurinn er ekkert slor. Ljósufjöll í norður og.



 Snæfellsjökull í vestri. Og hérna bíður fjaran okkar rennislétt og hörð nær óslitið næsta klukkutímann. Já og takið eftir skýjafarinu. Svona er þetta alltaf hér á Nesinu.

 Við hestamiðstöðvarfólk, mínus Einar, fjögur st. + 16 hross, slógumst í för með ferðahóp sem samanstóð af fólki víðsvegar af landinu.Bolungavík til Dalvíkur Einn  alvörubóndi var með eins og í öllum alvöru hestaferðum. Hilmar í Kolbeinsvík á Ströndum.

 í

   Ég get alveg fullvissað ykkur um að þetta var ekki svo leiðinlegt,.



       Það var talsvert færra á heimleiðinn og annað skýjafar.    Þessi gráa er svo til sölu.



 Og þessi eru annaðhvort á undan eða eftir.

   Til að hafa fjöru þessa leið, Staðará -Núpá (um 30 km.) þarf að gæta tímans vel .
Við töfðumst aðeins á bakaleiðinni og fjaran var ansi tæp í restina. Ástandið varð þó ekki eins slæmt og hjá hópnum sem fór frá Skógarnesi í Laugargerði( Hótel Eldborg) á föstudeginum og var með Bakkus fyrir gæd. Ekki orð um það meira(í bili).

 Í myndaalbúmi eru svo textaðar myndir fyrir áhugasama.


18.07.2008 21:57

Rúllur og rýgresi


  

              Rýgresið/byggið slegið með knosaravélinni og skáranir látnir liggja óhreyfðirog rúllaðir þannig þegar hæfilegu rakastigi er náð,eða þurrkinn þrýtur..


 
Já byggið/rýgresið var slegið á þriðjudagsmorguninn og verður trúlega rúllað á morgun. Þó ekki væri sáð nema hálfum skammti af byggfræi var það ríkjandi í akrinum og komið að skriði. Það verður spennandi að vita hvernig kúnum líst á það í vetur. Nú verður köfnunarefni borið á og rýgresið vonandi slegið aftur og síðan mun það væntanlega nýtast til haustbeitar.
 Það var lokið við að koma hrossaheyinu í plast í dag og nú bíða 309 rúllur heimflutnings. Þær eru í 3 stærðarflokkum, 100 cm. í þvermál(enda í Rvík hjá Jonna og Halldóru) 120 cm. sem verða notaðar á tamningastöðinni í vetur og 140 cm. í útiganginn.( Trippi og fylfullt. )  Heyskapurinn fyrir annan útigang er ólokið og bíður enn um sinn.

  Danirnir sem komu til mín í gærkveldi spurðu um refaveiðar og byggrækt. Síðan spannst mikil umræða um ullarvöxtinn á sauðfénu á Íslandi. Sumar væru mjög snögghærðar , sumar með mikla ull en skrítnastar væru þær sem væru snögghærðar fremst en með mikla ull aftast???

  Já , það getur svo ekki margt komið í veg fyrir það, að ég verði í hnakknum næstu tvo dagana.

 

 

Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803536
Samtals gestir: 65137
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:40:43
clockhere