04.08.2019 21:52

Hundurinn og smalinn.


Þetta var stór og fallegur hundur.
    Konan/eigandinn setti taum á hann við bílinn og hann hélt honum vel strekktum á leiðinni út í tamningarhólfið. Ég velti því fyrir mér hvernig hann myndi láta þegar hann kæmi auga á kindurnar í litla gerðinu/búrinu. 
        Gerði/tamningabúr, nota þetta mikið í dag og læt hundana vinna í kring um það.

  Konan var búin að segja mér að hann væri hinn þjálasti í samvinnu, væri m.a. kominn með stoppskipun o.fl. 
   Þegar kindurnar kæmu í spilið lokaði hann hinsvegar eyrunum, væri ofan í þeim og réðist jafnvel á þær.

    Þegar við komum innúr hliðinu og áttum eftir um 50 m. í kindurnar staldraði ég við,- leit á konuna og spurði eins og hálfviti.  Veistu hvað þið hundurinn eruð að gera??emoticon Konan leit á mig, svo á hundinn (sem stóð með tauminn stríðþaninn) og svaraði með semingi.. Nú ég er að fara með hundinn að sýna þér hann í kindum. 

   Nú setti ég upp trúverðuga svipinn og sagði að bæði ég og hundurinn,- sérstaklega hundurinn værum þeirrar skoðunar að hundurinn væri að fara með hana í kindur. Ekki hún með hann.Hann liti þannig á að hann réði ferðinni. 
  Hann væri að fara með hana í kindurnar. Hann ætti þessar kindur og þyrfti ekkert að hlusta á aðra með hvað hann væri að gera. 
  Ef hún væri að fara með hann í kindur ætti hún að ráða ferðinni vera á undan og stjórna aðgerðum. Konan leit á hundinn sem var kominn í ham ,- keypti þetta greinilega og spurði  hvað þá ætti að gera?

   Ég hélt að þetta gæti verið einfalt mál sérstaklega ef stoppskipun væri komin emoticon . Við þyrftum bara að sannfæra rakkann um hver ætti kindurnar og hvað hann mætti koma nálægt þeim til að byrja með.

  Sagði henni svo að sleppa honum þegar ég væri kominn að hólfinu.

  25 mín. seinna hringfór seppinn gerðið í um 20 m. fjarlægð, hlýddi stoppskipun vel og var orðinn klár í hliðarskipanir. 

  Þetta er kraftaverk sagði konan ánægð og ég var eiginlega sammála því, en oftast getur þetta prógram tekið 2 - 4 kennslutíma eða enn lengri tíma ef um virkilega óhlýðna eða skemmda hunda er að ræða. 

   Það sem ég var ánægðastur með að þetta var allt gert á lágu nótunum nema stoppið. Þar þurfti að hvessa sig aðeins þar til það fór að virka. 
  En semsagt þetta var hlýðinn og meðfærilegur hundur með góða athyglisgáfu,- fljótur að læra, - og óskemmdur.emoticon

30.07.2019 21:27

Seigur 12 mán.



Í síðasta gotinu undan Sweep vakti einn rakkinn fljótlega athygli mína vegna ýmissa hluta.

 Það var t.d.ekki nóg með að hann færi langfyrstur að brölta útúr gotstíunni heldur hélt hann því áfram með ótrúlegri seiglu og útsjónarsemi,eftir að ég fór að vinna í því að halda honum inni.
 
     Þegar hann klifraði svo að lokum yfir metersháa möskvagrind setti ég loksins fjöl á brúnina til að loka málinu.??

    Ég hafði ákveðið að láta alla rakkana en á síðustu metrunum stóðst ég ekki mátið, skírði hann Seig og hætti við söluna á honum. Í gær héldum við svo upp á ársafmælið hans með videóinu hér fyrir neðan. 

   Seigur er hundur sem myndi henta mér ákaflega vel. Áhuginn alveg í efri mörkunum,harðskeyttur og fylginn sér. Þar sem ég er ofhaldinn af góðum hundum er Seigur taminn með það í huga að einhver sérvalinn muni njóta krafta hans í framtíðinni.

 Slóð á hann í æfingu á 12 mán. afmælinu   Smella hér.

14.05.2019 04:52

Sauðburður 2019


Það er stafalogn. 8 gr. hiti .Skýjað og rennblautt á eftir rigningu gærdagsins.



 Klukkan er 3.15  þegar ég geng að fjárhúsunum við háværan nætursöng fuglaflórunnar.  
  Eina hljóðið sem berst á móti mér þegar inn er komið er kumrið í nýbornum mæðgum sem eru að leggja lokatungu á.að þrífa lömbin sín.


 Farið að síga á seinni hluta sauðburðar sem hefur gengið mjög vel.
Tíðarfarið er svo alveg frábært . Munur eða martröðin fyrir ári.emoticon

Kominn gróður og ekki seinna vænna að fara að drífa féð út.


                   Þessar fara út í dag. 

  Það er klaufsnyrtingin ásamt smákulda eða svona kælingarkasti sem hefur hægt á okkur við það. 
  

  
  Ekki seinna vænna því nú er húsrýmið fullnýtt þetta árið.emoticon

Nú liggur fyrir að gefa lambfénu miðnæturgjöfina, hálma og fara yfir brynninguna. Síðan er notaleg kaffipása ef þær óbornu leyfa það.



  Já , þetta er svona morgun sem 20 mín. kríunni er  sleppt.emoticon



  Tamningahópurinn hefur verið í þriggja vikna fríi. Nú fer því að ljúka því taka þarf smátörn í heimahundum. Nokkur sem verið er að leggja lokahönd á, áður en þau hverfa á vit nýrra ævintýra.emoticon  
 
Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803354
Samtals gestir: 65136
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:19:28
clockhere