19.08.2008 23:16
Þriggja daga veisla.
Helgin byrjaði með mikilli grillveislu í Garðakoti og varðeld/brekkusöng á föstudagskvöldið.

Það var svo alveg magnað að sjá tunglið skríða fram undan Dyrhólaeynni í góða veðrinu að vestan.

Og varðeldurinn og brekkusöngurinn klikkuðu hvorugt í logninu.

Og klukkan 4 á Laugardeginum gengu þau Vigfús og Eva Dögg í það heilaga.

Eftir athöfnina og fyrir veisluna var Brúðarlundurinn vígður með pomp og prakt.

Og það væsti ekki um okkur í hlöðunni á Dyrhólum þó Símon væri orðinn þreyttur á að bíða eftir matnum.
Og daginn eftir hélt svo móðir brúðarinnar upp á sextugsafmælið, í hlöðunni.
Ég léttist ekki mikið þessa helgina, enda gæti verið harður vetur framundan og ljóst að meðlagsgreiðslurnar með rollunum aukast drjúgum, svo smá aukaforði á líkamsþyngdinni er besta mál.
Skrifað af svanur
18.08.2008 23:28
Giftingar og hin frjálsa samkeppni.
Við erum ellefu systkinin og þegar fermingarnar voru sem flestar í den sátum við 4-5 veislur sama vorið. Aldrei klikkaði þó skipulagningin þannig að veislurnar rækjust á hjá hinum skipulagða kvenlegg ættarinnar.
Nú bar hinsvegar svo við að eitthvað fór úrskeiðis, eða eins og einn orðaði það, að nú ræður hin frjálsa samkeppni, allavega bárust okkur systkinunum með stuttu millibili boð í tvær giftingar á sama tíma og sama dag. Önnur austur í Mýrdal en hin í Reykjavíkinni. Og voru nú góð ráð dýr. Hér í Dalsmynni vorum við í tiltölulega góðum málum. Ættmóðirin var send í Reykjavíkurveisluna en ég fór í Mýrdalinn ásamt minni heittelskuðu. Giftingarnar fóru síðan fram með miklum stæl kl. 4 á laugardeginum. Síðan hittist systkinahópurinn allur(nema Skabbi ) í sextugsafmæli Möggu systur á Vatnskarðshólum á sunnudeginum en það var einmitt Eva dóttir hennar sem gekk að eiga hann Fúsa sinn daginn áður. Í Reykjavíkinni voru það Gummi og Nína sem gengu í það heilaga og til hamingju með þetta öllsömul. Ég ætla svo ekkert að lýsa því nánar hvað gengur á þegar systkinahópurinn nær saman.
Það var búið að spá roki og rigningu á suðurlandinu og þessvegna var ákveðið að taka góða veðrið af Nesinu með austur. Þeir Mýrdælingar litu hinsvegar oft til lofts um helginu og skildu ekkert í þessu rigningarleysi. Þeir bölvuðu þó veðurfræðingunum tiltölulega lítið fyrir spámennskuna í þetta sinn, enda sýndist þetta allt standa til bóta með rigninguna, um það er við Snæfellingarnir yfirgáfu svæðið seinnipart sunnudags.
Það er svo væntanlegt myndablogg frá helginni.
Skrifað af svanur
14.08.2008 21:56
Regnbogi og ??

Rigning og sól = regnbogi. Svona var veðrið í morgun en svo birti til og var þurrt í dag. Nú er gamli góði Camperinn loksins kominn á pikkann en pallhúsið þarna farið. Stefnan er svo sett á Mýrdalinn um helgina og hugsanlega verður sunnlensk rigning til að kæta/væta mann eftir alla þurrkana.

Trúlega síðasta háarrúlla sumarsins komin á flug. Fyrir Valtra aðdáendur er gaman að upplýsa það, að samkvæmt nýjustu tölum er hann söluhæsta dráttarvélin á landinu það sem af er árinu en dráttarvélasala mun vera helmingi minni en á sama tíma í fyrra.
Ferguson aðdáendurnir geta svo huggað sig við að Fegginn kemur í hælana á honum.
Svo samhryggist ég okkur sauðfjárbændum með fyrstu verðtölur haustsins.
Ef þær lagast ekki verða menn að fá sér axlabönd með beltunum.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334