24.09.2015 08:37
Alveg fáránlegt verð á hundkvikindi ;)
Þetta er bara rugl ! 500.000, hver heldurðu að kaupi hundkvikindi á það ? spurði viðmælandinn, - og meinti það held ég :
Hann hafði hringt í mig til að velta vöngum yfir hvolpum annarsvegar og frumtömdum eða mikið tömdum hundum hinsvegar.
Ég velti staðhæfingunni aðeins fyrir mér og ákvað svo að taka þennan náunga og valta rækilega yfir hann
.

Hvað hefur þú keypt marga hvolpa síðustu tíu árin spurði ég ?
Það kom verulegt hik á viðmælandann, svo sagði hann gætilega, aa svona 4 - 5 held ég.
Ok sagði ég, (og hugsaði með mér að þeir hefðu örugglega verið fleiri) og hvað varstu að borga fyrir þá ?
Svona 30 - 50. 000 kall.
Já, og gefurðu þeim þurrfóður spurði ég ?
Já , sagði náunginn og var trúlega að velta fyrir sér hvað djöf. þvælu hann væri kominn í
.

Ok sagði ég og hefur enginn hvolpanna orðið nothæfur .
Neei svaraði náunginn dræmt, ekki almennilega .
Ég ákvað að velta því ekkert upp hverju það væri að kenna, enda kom það málinu ekki beint við.
Já sagði ég, þú ert þá að eyða um 120 -140. 000 kalli á ári í fóður.
Það þýðir að þegar þú afskrifar hvolpinn um tveggja ára aldur eins og þú virðist hafa verið að gera , ert þú kominn með útlagðan kostnað uppá um 300. 000 ,- og stendur í sömu sporum og tveim árum áður . Búinn að vera hundlaus þennan tíma og verður það næstu tvö árin þangað til þú afskrifar næsta hvolp.
Náunginn svaraði þessari ádrepu ekki.
En ég var bara rétt að byrja.
Ef þú hefðir keypt þér góðan taminn 2 ára hund, engan 10 stjörnu en kannski ágætan vinnuhund á 400. 000 fyrir tveim árum, hefðirðu fengið hann tilbúinn í vinnuna.
Hann hefði þá átt að eiga 6 - 8 góð ár eftir og þú hefðir losnað við fullt af vandamálum og leiðindum.
Þyrftir bara að fara að huga að endurnýjun við 8 -9 ára aldurinn.
Þetta er nú ekki svona einfalt, maldaði náunginn í móinn.
Hann rökstuddi þá staðhæfingu sína samt ekkert frekar .
Ég ákvað að sauma ekki frekar að honum, óskaði honum góðs gengis við að að koma sér upp góðum fjárhundi og kvaddi.
Hinn ánægðasti með símtalið
.

Skrifað af svanur
07.09.2015 20:53
Allt að gerast í fjárhundunum, - eða hvað ?
Þó ég sé nú kannski ekki alveg með puttann á púlsinum í ýmsu því sem er að gerast í BC fjárhundaræktuninni á Íslandi þekki ég samt málaflokkinn dálítið.


Ég skynja það t.d. mjög sterkt að eftirspurnin eftir tamningu fjárhunda og tömdum fjárhundum hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og er umtalsverð þessi misserin.
Síðustu vikurnar hef ég t.d. - því miður þurft að neita 7 manns um tamningu og staðan hjá mér er sú að ég sé ekki tilgang í að taka þá inn á biðlista.
Og það er ekki verið að spyrja um verð eða hugsanlegan árangur heldur hvort ég geti tekið hundinn eða tíkina sem fyrst eða þegar hann/hún yrði tilbúin í tamninguna.
Og þetta gerist þó það sé orðinn nokkur hópur manna víðsvegar um landið að temja í hjáverkum. Væntanlega hafa þeir sömu sögu að segja.
Breytingin í eftirspurn eftir tömdum hundum er enn meira sláandi því nú eru a.m.k.sumir kaupendanna tilbúnir að borga fyrir góðan hund verð sem mér finnst ásættanlegt . Allavega meðan þessi markaður er að slíta barnsskónum hér á landi.
Undanfarna mánuði hef ég verið að kíkja inn á erlendar sölusíður fyrir BC fjárhunda. Þar er umtalsvert framboð af allskonar hundum á allskonar tamningastigum og allskonar verðum og mér sýnist þessi viðskipti blómstra.
Þar eru ódýrari hundarnir ekki dýrir miðað við þær tölur sem sjást hér á sambærilegum hundum en þeir dýrari teygja sig nú talsvert uppfyrir hámarksverðin hér.
Reyndar í gæðaflokki sem varla eða ekki finnast til sölu hér.
Og margir þeirra stoppa ekki lengi á sölunni.
Undanfarin ár hef ég haldið að mér höndum í ræktun og hvolpasölu vegna þess að mér hugnast ekki hvolpasalan/ræktunin eins og hún er praktiseruð hér.
Látið verða til got öðru hvoru í stöðugri leit minni að hinni fullkomnu ræktunartík.
Nú eru hinsvegar að bresta á verulegar breytingar í tamninga og ræktunarmálum yfirritaðs.
Nú er ég kominn í nokkra ræktun og mun framvegis einbeita mér að því að temja eigin framleiðslu en loka að mestu leiti á aðra tamningu.
Ýmist ala upp og selja tamið eða selja hvolpana ásamt mánaðartamningu.
Stefnan er svo að loka ekki málunum fyrr en viðskiptavinurinn er kominn með hund sem hann sættir sig við, hvort sem hann kaupir tamið eða hvolp með tamningu.


Búinn að koma mér upp ásættanlegri aðstöðu fyrir uppeldið og þá sem ég sel með tamningarpakka.
Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hunda ég ætla að rækta fyrir íslenska og kannski erlenda sauðfjárbændur en ég er hinsvegar alls ekki öruggur á því hvernig á að fara að því
.
Nú er svo í farvatninu að flytja inn taminn hund í ræktunina en það er nú og verður alltaf, sama lotteríið hvernig það skilar sér.

Já, já bara spennandi tímar framundan

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334