31.10.2008 12:03

Betri tíð með???


 Nú hefur veðurguðinn skipt um gír, 4 st hiti, niðaþoka í sveitinni og rigning.

 Það er dálítið síðan ég óskaði eftir endurskoðun á vetrarkomunni því hér átti eftir að létta á haughúsum fyrir veturinn og það þarf helst að gerast á auða jörð. Nú er bara að vita hvort snjórinn verði fjarlægður og friður gefist til þess.

  Hvað um það, ég er allavega farinn í frí um helgina með minni heittelskuðu og mun ekki stressa mig á snjó eða snjóleysi á meðan. Því síður að nokkurt krepputal verði leyft um sinn.

Gangið svo hægt um gleðinnar dyr um helgina. emoticon

30.10.2008 09:28

Hrossasprautun.


   Í gær var hrossastóð Hestamiðstöðvarinnar rekið  heim og sprautað fyrir ormum og lús.

Þetta er dálítill floti þrátt fyrir að hellingur sé kominn á hús og lá við að væri leikur í sumum enda búin að vera á lúxushaga undanfarið.



          Og eins og þið sjáið er dálítið vetrarlegt núna í þessum nafla alheimssins.

 
Tittirnir eru komnir inn um stundarsakir til þess að fara aðeins um þá höndum.
Ég sé nú reyndar bara einn þeirra ef ég á leið um hesthúsið. Sá lét ófriðlega í stíunni sinni meðan verið var að meðhöndla stóðið í ganginum.



                         Já hann Funi frá Dalsmynni er langflottastur.

  Hrossin litu mjög vel út og engir nýir hnjóskar sjánlegir þó sumum gæti verið orðið hætt, svona eins og hárafarið væri að verða úfið á lendinni.

 Svo rakst ég á aðra tvílembuna sem vantaði á heimturnar, á stað sem síst skyldi!!!

 Óvæntu uppákomurnar eru bestar.emoticon 


 

29.10.2008 09:15

Með oflofi teygður á eyrum hann var!!


    Þó mér kæmi í hug vísubrotið hér að ofan þegar ég las athugasemdirnar við síðustu blogg þakka ég hlý orð í minn garð og þátttökuna í könnuninni. Ég þakka ekki síður þeim sem létu könnunina eiga sig, því ég lít að sjálfsögðu svo á,  í hógværð minni og lítillæti að þeir hafi einfaldlega verið sammála commentunum. (Velþekkt að menn lesa útúr skoðanakönnunum með ýmsum hætti.) Þó ég muni efalaust halda áfram að setja á skjá það sem mér finnst skemmtilegt og þegar ég nenni því, er ýmsar hugmyndir í farvatninu sem væntanlega koma í ljós ef þær verða inni áður en lýkur.

  Það bætti í snjóinn í nótt og getur ekki vetrarlegra orðið í sveitinni. Hér er þó búið að vera góðviðri í nokkra daga, meira að segja logn sem er alltaf velþegið hér á Nesinu.


   Ef farið er upp á Dalsmynnisfellið sést mjög vel um stóran hluta þess svæðis sem eftirlegukinda er von í kringum Dalsmynni. Þess ber þó að gæta, að þó Zeissinn minn sé góðu sér hann ekki gegnum holt og hæðir.

   Hérna hefur Iðunn zúmmað svo rækilega á Skyrtunnuna að fjórhjólaförin uppi á Dalsmynnisfellinu sjást greinilega í snjónum. Nú er erfitt um fjallaferðir því hvorki er fjórhjóla eða snjósleðafæri. Snjórinn heldur ekki fjórhjólinu og er ekki nægur fyrir sleðann auk þess sem allir lækir eru auðir.

 En þetta stendur allt til bóta. Annaðhvort eykst snjórinn eða fer um helgina.emoticon .
Flettingar í dag: 3062
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651160
Samtals gestir: 57993
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:36:02
clockhere