18.12.2008 09:16
Lán í óláni.
Ég hef oft upplifað það á lífsleiðinni hvernig tilviljanirnar virðast ráða ferðinni á ótrúlegasta hátt.
Röð tilviljana valda óhappi og önnur röð tilviljana forða kannski stórslysi.
Á ferð um Grundarfjörð á þriðjudaginn kom ég að, þar sem flutningabíll frá Frostfiski hafði lent útaf veginum og fram af um 10 m. háum snarbröttum sjávarbakki í mynni Hraunsfjarðar.
Hann hittir nákvæmlega á að fara hér niður bakkann á skarði sem var í sjávarbakkanum.
Ef hann hefði verið bílbreiddinni nær veginum hefði bíllinn lent á gaddfreðnu barðinu með ekilshúsið og bíllinn fulllestaður. Bílbreiddinni utar hefði hann steypst fram af þverhníptum bakkanum trúlega með svipuðum afleiðingum.
Hér er búið að fjarlægja flutningabílinn og verið að tæma tengivagninn sem var hlaðinn fiski.
Það fór betur en áhorfðist og bílstjórinn slapp ótrúlega vel , illa marinn en óbrotinn.
Já, ekki verður feigum forðað eða ófeigum í hel komið.
16.12.2008 20:08
Kindur í sjálfheldu.
Þær voru komnar í sjálfhelduna einn morguninn snemma í ágúst.
Tvær ær og 3 lömb.
Sú von að þær yfirgæfu sylluna af sjálfsdáðum sem örfá dæmi voru um, brást.
Ekki dugði að síga til þeirra því þá leituðu þær út í endana sem enduðu í snarbröttum fláa.
Rauðu örvarnar ( næstneðstu syllunni, ganginum) vísa á þær þrjár sem eftir voru, en tvær hröpuðu í s.a. hvellinum á dögunum.
Þeirra beið því að hrapa til dauðs, annaðhvort við að teygja sig eftir gróðri þegar fór að þrengjast um beit eða vegna ísingar .
Ég var mættur þarna um kl. 3 í dag. Ekki með hundana og Sakóinn var líka skilinn eftir heima. Það átti að gera tilraun til þess að skjóta féð enda orðið haglaust í syllunni. Það var talið að færið væru 3- 400 m. og ég var ekki tilbúinn að reyna aflífun dýra á því færi. Með í för var því annar félagi minn úr grenjavinnsludeildinni, ein af bestu riffilskyttum landsins.
Það er óhætt að segja að okkur félögunum leist ekki á blikuna þegar við litum á aðstæðurnar neðan af jafnsléttu. Ekki nóg með að fjallið og aðstæðurnar væru ógnvekjandi heldur var farið að kula hressilega, en á svona löngu færi setur hliðarvindur verulegt strik í reikninginn.
Efri hringurinn er hægra megin við miðju í þriðju syllu (gangi) ofan frá. Skotstaðurinn vel til hægri ofarlega í hlíðinni.
Ef vel er gáð sést hringur utanum féð hátt í klettunum og annar hringur neðan við klettana þaðan sem skotið var.
Aðstæður metnar og vegalengdin mæld. Færið var 313 metrar.
Góð riffilskytta þarf að þekkja riffilinn sinn vel , feril kúlunnar, áhrif vinds o.sv.frv.
Þarna var skotið bratt upp í móti sem þýddi minna fall kúlunnar en væri skotið lárétt.
Sem betur fer hafði ég engu logið að bóndanum, þegar ég fjölyrti um hve mikla snilldarskyttu ég myndi koma með, og almættið stóð greinilega með okkur við verkið, því það datt á dúnalogn þessar fáu mínútur sem þetta tók. Þrjú skot, þrjár kindur. Svo kulaði hraustlega ný.
Ærin skoðuð og það létti yfir bóndanum þegar hann sá að hún var ekki farin að líða skort þrátt fyrir ótíðina.
Skyttan og bóndinn voru mun léttari á fæti niður fjallið en upp, ánægðir með farsæl málalok.
Jalonen riffillinn klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og kíkirinn er Zeiss 6 X 24.
Það var þétt handtakið hjá bóndanum, þegar hann kvaddi okkur félagana.
15.12.2008 20:07
Game over.
Þegar að ráðherrarnir okkar stigu á stokk og lofuðu að tryggja innistæður landsmanna, og síðar þegar búið var að snúa upp á puttana á Geir og erlenda svikamyllan bættist við, varð mörgum ljóst að nú var illt í efni. Hafi bjartsýnisfólkinu tekist að líta fram hjá staðreyndunum þá ættu fréttir af
" lagfæringum" á fjárlagafrumvarpinu að koma þeim niður á jörðina.
Það sem snýr sérstaklega að okkur sveitapakkinu er auðvitað verðtryggingin, sem tekin er að mestu leyti úr sambandi á búvörusamningunum. Niðurskurðurinn á skógræktarverkefninu sem er svona vinnuaflsfrekt verkefni kemur eitthvað við marga. Niðurskurðurinn á húshitunarstyrknum sem var efldur eftir að Valgerður klúðraði raforkusölunni, er vondur og það að setja vegaframkvæmdirnar í afturábak er vont mál o.sv. frv. Margradda kórinn sem segir "ekki ég " er svo bara rétt að byrja.
Þrengingarnar líka.
Það sem mér finnst verst fyrir okkur í sveitinni til lengri tíma litið er þó viðsnúningurinn í evrópumálunum. Nú liggja allra leiðir þangað, hvort sem Þorgerður Katrín er á harðahlaupum eða bara á fetinu.
Það eru óskaplega margir sammála um það að krónan okkar sé búin að syngja sitt síðasta.
Menn tengja hana verðtryggingunni, örum gengisbreytingum, háum vöxtum og síðast en ekki síst yfirstandandi skelfingum. Og fjölmargir andstæðingar ESB telja einu leiðina til að losna út úr því rugli öllu, sé evrópusambandsaðild.
Takist ekki að benda á trúverðuga tengingu við nothæfan gjaldmiðil, nú eða að skipta um gjaldmiðil, um það er hæfilegur styrkur hefur náðst á krónuræfilinn sýnist morgunljóst hvert stefnir.
Þá held ég að dugi ekki fyrir sveitapakkið að biðja guð að hjálpa sér.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334