05.03.2009 21:12
Öskudagsbræður eður ei.
Hvað sem öllum vísindum líður rennur nú hjá, hver öskudagsbróðirinn á fætur öðrum.
Norðan belgingurinn sem á sér örugglega formælendur fáa allt frá því hann rennir á land í Hrútafirðinum, og þar til hann skilar sér á haf út, frá Snæfellsnesinu er drullukaldur og hundleiðinlegur.
Það var farið í að valsa bygg í dag því nú lítur kannski vel út með snjósleðafæri og fjallaferðir næstu daga ef það verður ekki eitthvað til að glepja mann frá því.
Það voru völsuð um 5 tonn sem dugar fyrir kaupandann sem þarf að sækja byggið um helgina og næstu áfyllingu hér.
Þó aðstaðan sé góð og afköstin fín er nú engin biðröð eftir því hver fái að sjá um völsunina.
Nú er megnið af sölubygginu selt óvalsað og laust. Það léttir okkur töluvert lífið og vandamálið með flutninginn sem hefur verið nokkur höfuðverkur er loksins að leysast farsællega í þessum skrifuðu orðum.
Þeir örfáu sem við seljum valsað og sekkjað bygg hafa bara aðeins betra lag á mér heldur en hinn óbreytti almúgi.
Og fræsalinn okkar hringdi í mig í dag til að hlera hvernig vorið legðist í bóndann. Það er trúlega uggur í innflytjendunum, því þetta er í fyrsta skipti í fjögurra ára viðskiptum sem hann hefur frumkvæðið í fræsölunni. Hann sagði mér þær ánægjulegu fréttir að fræið hjá þeim myndi ekki hækka nema um 10 % frá síðasta ári sem lækkar áætlunina mína þó ekki nema um 1200 kall/ hektara.
Nú verðum við ræktendurnir að þinga um helgina og leggja línurnar fyrir vorið.
Vonandi býður Einar upp á einn öl til að létta okkur allar ákvarðanir.
04.03.2009 22:46
Nýja Ísland og kvótakerfið.
Fyrir tuttugu og eitthvað árum kom ég aðeins að því með félögum mínum í stéttarsambandi bænda að móta grunnreglur fyrir kvótakerfi í mjólkur og sauðfjárframleiðslu.
´A þessum var var mikil offramleiðsla og með þessu var komið böndum á hana, þrátt fyrir skiptar skoðanir um hvort skiptingu framleiðsluréttarins hefði ekki mátt úthluta með einhverjum öðrum hætti en gert var. Fljótlega kom í ljós að framleiðsluheimildirnar þyrftu að vera breytilegar eftir búsetuþróun og allskonar búskaparbreytingum og þá byrjuðu vandræðin. Ekki þótti við hæfi að innkalla ónýttan rétt og úthluta aftur, heldur skyldi leyfð sala á réttinum og framboð og eftirspurn ráða verðinu.
Ég og fleiri sem höfðu verulegar efasemdir um ágæti þessarar aðferðar gátum ekki bent á trúverðugri leið í stöðunni. Það sem hefur farið mest fyrir brjóstið á mér allar götur síðan er að beingreiðslurnar, framleiðslustyrkurinn sprengir upp verðið á réttinum. Þetta verður þannig í framkvæmdinni að bóndinn sem er að hætta framleiðslunni fær í raun fyrirframgreiddan framleiðslustyrk, fyrir næstu 5- 10 ára framleiðslu frá bóndanum sem kaupir.
Það var því áhugavert að heyra háttvirtan landbúnaðarráðherra tala um það í auðlindinni í morgun að þetta þyrfti að stokka upp og ekki annað að heyra en það yrði farið í það fljótlega á næsta kjörtímabili ef guð og kjósendur lofuðu.
Ég settist allavega við tölvuna og eyddi tilboðinu sem ég ætlaði að gera í auglýstan framleiðslurétt
í dag eða á morgun.
Þar sem ég er alltaf að gefa frömmurunum góð ráð, finnst mér hæfa vel nýja lúkkinu hjá þeim að setjast niður og fatta upp á einhverjum skynsamlegum tillögum í þessum efnum. Þeir gætu kannski slegið sér aðeins upp á því eftir undangenginn vandræðagang. Á Nýja Íslandi vill örugglega enginn vera að greiða framleiðslustyrk til þeirra sem eru hættir framleiðslu, eða hvað.?
Trúlega er þó til töluvert af frömmurum sem eru fastir í gömlu forritunum, en þeir eiga væntanlega erfitt með að finna stjórnmálaflokk sem stendur á móti því að hagræða í málaflokknum og koma honum inn í nútímann.
Já, hann Steingrímur fær prik fyrir að opna á málið.( Af öllum mönnum.)

03.03.2009 20:08
Lottóið,akuryrkjan og djúpa laugin.
Það er ótrúlega stutt síðan við byggræktendur supum hveljur þegar sáðfræið hækkaði úr 50 kr.kg. í 60 kr. milli ára. Þá kostaði fræskammturinn í ha. 12.000 kall og áburðurinn annað eins og þótti dýrt.
Nú er komið að því að Dalsmynnisbændur og reyndar aðrir líka, þurfa að ákveða hvort, eða hvað mikið eigi að sá af byggi næsta vor. Núna kostar sáðfræið" aðeins " 25.000 kall á ha. og áburðurinn um 28.000 kr. Og akuryrkjan sem er endalaust lotterí verður við þetta verulegt áhættuverkefni sem áhættufíklum finnst spennandi að glíma við. Þetta er lottó sem snýst ekki um gróða heldur hve tapið verður mikið/lítið.

Það er skemmtilegt þegar hvítagullið hleðst upp í þurrkuninni.
Já það er spáð í gengisþróun og verðþróun á innfluttu kjarnfóðri, hugsanlegar tekjur af hálmi og hvort náist einhver styrkur á ræktunina því nú á að að framleiða íslenskt sem aldrei fyrr. Reyndar eru nú að renna upp glænýir tímar í styrkjasögu íslensks landbúnaðar ef Bjargráðasjóðurinn verður notaður í áburðarkaup, til að komast hjá uppskerubresti ! Þetta hlýtur að skiljast þannig að menn leggi að jöfnu stórfellt kalár og áburðarverðshækkanir á krepputímum.

Fallegur akur gleður augað a.m.k. áður en allt fýkur af honum. Vaskur er þarna í hæðarmælingum.
En það skiptir trúlega engu máli hve mikið er spáð í hlutina á þessum upplausnartímun, niðurstaðan verður ekki trúverðug hvorki fyrir auðtrúa sálir eða gúrúana.
Er ekki bara réttast að loka augunum og stökkva, rétt eins og maður stökk í djúpu laugina í gamla daga.
Alltaf komst maður upp á bakkann aftur.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334