21.11.2010 22:42
Einungis ræður í bundnu máli.
Það að gleyma kannski afmælisdeginum sínum er nú ekki nein höfuðsynd.
En að gleyma afmælidegi sinnar heittelskuðu flokkast hins vegar afdráttarlaust undir eina af stærri höfuðsyndunum.
En þetta blogg er nú ekki um það.
Eins og glöggir blogglesendur hafa trúlega fyrir löngu gert sér ljóst er ég rakinn bogmaður enda fæddur 29. nóv.
Svona lítur rakinn bogmaður út undir regnboga í leitarskilum á Rauðamelsfjallinu. Þetta er lífið.
Og nú kemst ég ekki upp með að gleyma afmælisdeginum mínum ( 60 ára) og þó ég hóti því enn að verða að heiman þennan merkisdag er ég ekki spurður að því frekar en öðru.
Laugardagskvöldið 27. nóv. n.k. er því blásið til veislu að Breiðabliki og þar mun ganga mikið á.
Allir sem flokkast undir vini (bæði með stóru og litlu vaffi) og vandamenn eru hvattir til að kíkja inn. og eiga góða stund saman.
Og vinir mínir á Austurbakkanum eru alveg einstaklega velkomnir.
Kl 20.00
Aðeins verða leyfðar ræður í bundnu máli. Þeir sem vilja syngja fyrir afmælisbarnið eru sérstaklega velkomnir. Og þar sem afmælisbarnið á nóg af öllu er rétt að lágmarka allt gjafakyns.
Fyrir lengra að komna sem vilja gera skemmtilega helgarferð úr þessu er hægt að útvega gistingu.
20.11.2010 23:32
Hrútaveislan að bresta á.
En sveitahrútarnir njóta nú ekki alveg allra veisluréttanna því flestir rollukallarnir og konurnar nota sæðingar á hluta fjárins, en mismikið.
Og í gærkveldi mættu þeir félagar, Jón Viðar og Lárus á Breiðablik og fluttu þeim sem heyra vildu árlega hrútamessu sína.
Þeir voru að kynna hrútakostinn á sæðingarstöð vesturlands og hér að Jón Viðar að lýsa kostunum. Hann talaði ákaflega vel um þá enda eru þetta gallalausir gripir.
Ég sem er löngu hættur að mæta á svona samkomur fann mig knúinn til að mæta í þetta sinn.
Ræktunarforkólfar búsins voru nefnilega kallalausar í menningarferð í borg óttans.
Eftir að mér hafði verið gerð grein fyrir því hvað biði mín yrði Hrútaskráin ekki á eldhúsborðinu að morgni, mætti ég neistandi af áhuga.
Það fór hinsvegar ekkert á milli mála að aðrir fundargestir voru delluliðið í fjárræktinni.
Þ.e.a.s. fara ekki eins vel með áhugann og ég.
Já það er gaman að þessu.
Og þessu líka.
18.11.2010 09:39
Vetrarveiðin.
Nú styttist í að farið verði að huga að vetrarveiðinni á refnum.
Þó maður telji sig vita nokkurnveginn hvernig landið liggur í þeim efnum er nauðsynlegt að kanna slóðir áður en vetrarveiðin á svæðinu er sett upp. Til þess þarf snjó sem hefur skort síðustu vetur.
Hér sést farteskið sem haft er með í grenjavinnsluna. Af þessu er einungis riffillinn og sjónaukinn notaður í vetrarveiðinni, og fjórhjólið ef skotaðstaðan er þannig staðsett.
Veiðilíkurnar í vetrarveiðinni minnka verulega á góðum vetrum þar sem rebbinn gengur mun stopulla í æti.
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þessi féllu í valinn eina nóttina við Ölkeldugilið.
Og Halla Sif stækkað alveg helling.
Það fara miklar sögur af því að refafjöldinn sé í góðri uppsveiflu enda fjöldi sveitarfélaga farinn að minnka veiðisóknina eða hætta henni alveg.
Hér er enginn bilbugur á sveitarstjórnarmönnum að standa vaktina, en vandamál svæðisins er fyrst og fremst fjölgun óþekktra/ nýrra grenja og ásókn dýra inn í sveitarfélagið af óveiddum svæðum.
Hér er ágætt dæmi um breytta hegðun tófunnar en þetta greni sem ég fann fyrir nokkrum árum er í kílræsi á skurðbakka í um 1.5 km fjarlægð frá býli í ábúð. Meira að segja hundur á bænum.
Ef vetrarveiðin klikkar eru vornæturnar notaðar til að grisja stofninn.
Nú eru uppi vísbendingar um það ekki ekki sé nóg með að ríkið hætti þátttöku í því að halda refastofninum í skefjum, heldur sé jafnvel í farvatninu að grenjavinnslan verði bönnuð með lögum. Þá mun einungis vetrarveiðin nýtast þeim sem halda vilja uppi vörnum fyrir mófugl og búfénað.
Það er vont þegar fólk með rörasjón og slæma ráðgjafa kemst til áhrifa.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334