10.09.2017 09:39

Bonnie til sölu.

                    Alvöru smala og ræktunartík til sölu.

       Bonnie frá Dalsmynni er til sölu,  f. 14 -05 - 2015.



      F. Dreki frá Húsatóftum.  M. Korka frá Miðhrauni.

   Mjaðmamynduð með niðurstöðunni GOOD.
   DNA CEA testuð með niðurstöðunni NORMAL.

  Skráð í SFÍ og ISDS .

  Bonnie er mikið tamin ( flaut og tal) , ákveðin, yfirveguð og örugg með sig.
Sérlega skemmtilegur karakter, dálítið sjálfstæð en ekki til vandræða. 

 Hún er ekki slípuð í smalamennskum en er þannig týpa að það kemur hratt með notkun.

 Henni fylgir 1 tollur undir Sweep.

Sú  pörun ætti að gefa  hvolpa með það andlega atgerfi  sem svo margir leita að í dag.

 Bonnie  er tík sem yrði fljótlega ómissandi á góðu fjárbúi auk þess að geta gefið tekjur á við þó nokkrar rollur í höndum góðs ræktanda.

Slóð á nokkur vinnuskot. Smella hér.

Tekin úr sölu ,- í bili a.m.k.

Verðið er kr 750.000 + vsk.

06.09.2017 21:11

Talsvert tamin tík til sölu

                                                        Til sölu.

 Drift frá Haukholtum er 18 mán og töluvert tamin.



 Hún er einstaklega róleg og fyrirferðalítil í umgengni nema í vinnunni þar sem áhuginn er mikill og stutt í gassaganginn. Það er búið að leggja í hana mikla vinnu og mikil  vinna eftir í henni. 

.Verður trúlega nokkuð ákveðin og ef vel tekst til, öflugur fjárhundur með  auga fyrir að fara fyrir hóp og halda honum.

   Hún hentar trúlega ekki óvönum en finnist kaupandi sem sannfærir mig um að hann muni geta gert það úr Drift sem hún á inni, fer hún á frábæru verði.

 240.000 plús vsk.

 Er enn til sölu en verðið er úrelt og fer hækkandi í hlutfalli við aukin gæði vörunnar emoticon . ( En hæfniskrafan til kaupendanna fer minnkandi á móti ) emoticon  .

Upplýsingar gefnar  í síma. 6948020  og skilaboðum á fésinu. ( Svanur H. Guðmundsson)

Slóð á myndband. Smella hér.






31.08.2017 21:11

Hvolpur til sölu.

 
Hundur f. 10 -08- 2017 til sölu.

Faðir. Anglesey Sweep. 

Móðir.Korka frá Miðhrauni.

Foreldrar mjaðmamyndaðir. Niðurstaða hjá báðum  GOOD.

Foreldrar DNA testaðir fyrir ákveðnum augnsjúkdómum.
                                     Niðurstaða hjá báðum  NORMAL.

Foreldrar skráðir hjá SFÍ og ISDS.

 Hvolpurinn verður afhentur um 20 okt. örmerktur. ormahreinsaður og sprautaður með fyrstu Pavro sprautunni.

 Ræktunarmarkmiðið með þessu goti eru ákveðnir fjárhundar , með gott yfirvegað, ágengt vinnulag . Mikinn vinnuáhuga en meðfærilegir bæði í vinnu og daglegri umgengni.

 Með öðrum orðum , góðir í hausnum emoticon.

 Standist hvolpurinn ekki væntingar kaupanda  er ræktandinn að sjálfsögðu tilbúinn að taka hann til baka og endurgreiða kaupverðið. Skilarétturinn gildir  til eins árs aldurs.
 
 Ræktandi er til viðræðu um tamningu, allt frá því að koma honum af stað með viku vinnu, uppí nokkra mánuði.

 Og verðið er aðeins kr. 120.000 + vsk.

Upplýsingar í síma 6948020 eða í dalsmynn@ismennt.is
Eða í einkaskilaboðum  á fésinu. ( Svanur H Guðmundsson.)


 Nokkur vinnuskot með foreldrun

 Sweep. Smella hér. 

Sweep í tamningu 17 mán. Smella hér.

Korka.  Smella hér. 

Seldur.





Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803354
Samtals gestir: 65136
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:19:28
clockhere