25.03.2017 08:35

Taðhús eða ??


 Það fylgja því ekki mörg  vandamál að vera kominn með féð á tað. 

Það er nauðsynlegt að þurrka heyið talsvert( efþað er vandamál. ) 



  Eiga til hálm ef það tekst ekki. 

  Enginn sullugangur við brynningu os.sv.frv.  

 En það eina sem ég óttast verulega er að þurfa að taka sláturfé blautt inn, daginn fyrir afhendingu á bíl.
 
 Á sunnanverðu Snæfellsnesi gerist það óhjákvæmilega.

   Þá er fátt til bjargar . Fara verður varlega í að hálma, því hálmur í ull eða sem berst upp á sláturbíl  er ekki til vinsælda fallinn.  

 Þetta hefur samt enn sloppið til.

  Það þarf síðan að moka út taði 1.5 sinnumá ári. Einu sinni hreinsa allt út og í hitt skiptið er einungis mokað frá gjafaplöttunum.
 

 Þetta er fljótlegt verk enda fjárbúið " hæfilega " stórt. Tekur hluta úr degi ef Sjefferinn hjá Hestamiðstöðinni fæst lánaður. Ekki hefur verið búið til plan B . skyldi það ekki takast. emoticon

 Kostirnir við taðfjárhúsin eru þónokkrir, ekki síst ef haft er í huga að hagnaðurinn af sauðfjárræktinni er ekki til að hafa áhyggjur af.emoticon



 Nú er lokið almokstrinum þetta árið og þar sem hálmbirgðirnar eru miklar miðað við  arfaslæman hálmbúskap í fleiri ár en ég vil muna, var splæst  rúllu í krærnar í tilefni dagsins. 



  Já nú þurfa þær að koma sér upp á 40 cm. háan plattann ef þær eiga að fá matinn sinn .
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere