16.01.2017 21:26

RÆKTUN ÝMISKONAR.


 Það eru kannski svona 6 ár síðan ég ákvað að hætta hrossaræktun.

  Sex  - sjö ára ferli til að komast að því að uppeldið mitt yrði ekki reiðhestur fyrir mig, var einfaldlega of langur tími.

Alltsvo fyrir menn komna á minn aldur . emoticon  

  Sauðfjárræktin er miklu hraðvirkari .
 
 Þar  er hægt að gjörbreyta  kjöt og ullargæðum á nokkrum árum ef  menn tvíhenda sér í það. 

Ja ,- kannski ekki bæði í einu. emoticon  

  Hundaræktunin tekur  þó öllu fram  þegar menn fara að eldast og vilja sjá hlutina gerast  á skikkanlegum hraða. 

  Hvolpar undan tík sem væri pöruð í dag  yrðu  farnir að sýna hvað í þeim býr eftir svona 8 - 10 mán.

Það hentar mér alveg prýðilega af ástæðum sem ég ræði ekki frekar hér. emoticon 

  Þegar maður er svo kannski með 5 - 7 fjárhunda undir í tamningu, aukast gæðakröfurnar.
  Hver stendur  í því nema hafa eitthvað skemmtilegt undir ?emoticon

 Það sem ég vil sjá í lærlingunum er í stórum dráttum það sama og ég vil sjá í vinnuhundum búsins. 

 Vinnufjarlægð sem er frekar of mikil en of lítil.

 Mér finnst auðveldara að ná hundinum nær í vinnunni en ná honum frá ef hann vinnur þröngt. 
Trúlega ekki allir sammála mér með það . emoticon 
 Ég vil að áhuginn  og ágengnin sé þannig að það þurfi að herða út í bremsurnar,- ekki vera með stöðuga hvatningu á nemandann.

  Óþarfi að lýsa því hvernig kjarkgenum dýrið á að vera búið. 

 Ef ég er svo að temja fyrir mig, verður hausinn á nemandanum að vera í góðu lagi í daglegu umgengninni. 
Já ,- þetta eru ræktunarkröfurnar , en þær nást náttúrulega aldrei. emoticon

 Ræktun fjárhunda  er svo margslungin og auðvelt að lenda í ógöngum eða blindgötum ef einblínt er um of á eitthvað ákveðið.

 Nú hafðist loksins af að flytja inn hund í ræktunina hjá mér á síðasta ári 
Ég er kominn með ákveðna ræktunarlínu sem  er skyldleikaræktuð að hluta og komin að endimörkum með ákveðna hluti .

  Leitaði að hundi með tilliti til þess. Nú er stefnan sú að temja sjálfur allavega tvö got undan honum .
  Þá verð ég kominn með marktækar vísbendingar um það hvort hann virkar í ræktun.


   Þessi sýnishorn verða komin í ræktunarmatið eftir svona 7 mán. plús.emoticon
  Hér eru svo slóðir á Sweep á ýmsum þroskastigum. Efst nokkur skot  við tungumálaæfingar.  Ekki sleppa síðustu 30 sekúndunum þar .emoticon




Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere