13.03.2015 21:05
Drauma eða ekki draumahundur ?
Hann verður nú frekar seintaminn þessi hundur, sagði ég varfærnislega.


Verður ekki gerður klár í alvörusmal á 3 - 4 vikum bætti ég við.
Hundeigandinn hafði hringt til að taka stöðuna eftir viku tamningu.
Ég hafði farið yfir hlutina eins og ég sá þá .
Áhuginn slarkfær en mætti vera meiri,kannski mikið meiri , ekki öruggur í að fara fyrir , frekar þröngur heldur en hitt og heyrnin og skilningurinn hefðu pirrað mig verulega fyrir nokkrum árum.

Væri orðinn umburðarlyndari núna.
Og ég hefði ekki hugmynd um hversu ákveðinn hann yrði.
Jaa það ætti að vera hægt að gera hann þannig að yrði gagn að honum en ég héldi nú samt að hann yrði ekki draumahundur neins.
Eigandinn sem hafði átt góðan hund fyrir margt löngu spurði mig hvort þyrfti þá að kenna honum t.d. að fara fyrir og sækja Hvort það yrði þá eitthvað sem virkaði þegar kæmi út á mörkina ?
Já, það lægi dálitil vinna í því að reyna að festa hann vel í að fara fyrir og skilja ekki eftir.
Jú og reynslan segði mér það, að svona hundar sem ekki kæmu með þessa eiginleika greypta í hausinn úr ræktuninni, gætu svikið mann þegar færi að líða á smaladaginn eða maður freistaðist til að senda þá of langt út.

Þessi klikkaði aldrei á því, á löngum og stormasömum ferli að fara fyrir og koma öllu til skila.
En sumir næðu þessu þó alveg og ef bætti í áhugann þá lagaðist stundum margt.


Náunginn spurði mig þá hvað ég myndi gera ef ég ætti hundinn ?
( Ótrúlega margir sem spyrja mig aðþessu þegar ég hæli hundunum þeirra ekki nóg
)

Enda var svarið hefðbundið.
Ég myndi ekki temja þennan hund fyrir sjálfan mig en ítrekaði það að hann gæti alveg orðið til nokkurs gagns ef ekki væri betra í boði.
Eftir að hafa spáð í þetta fram og til baka var niðurstaðan sú að taka stöðuna eftir viku.
Þá var stoppað og eigandinn tók við tamningunni. Því miður gekk það svo eftir að þetta hreinræktaða snilldarefni varð aldrei draumahundur neins.
En til nokkurs gagns samt
Skrifað af svanur