09.03.2015 19:43

Boðberi vondra tíðinda


 Er hann þá ekki hreinræktaður spurði pilturinn með ósviknum spurnarhreim í röddinni ? 

 Jaaa sagði ég, hann getur alveg verið hreinræktaður en ekki til að sækja kindur eða halda saman hóp eins og flestir BC eru ræktaðir til. 

 Það væri einfaldlega þannig að í tímans rás hefðu ýmsir sveigt útúr þessari ekta fjárhundaræktun, með allskonar ræktunarlínum sem gerðu hundana eigendavænni fyrir þá sem ekki ráða við að temja alvöru ræktunardýr. 

 Þetta eru kannski rólegar og meðfærilegri týpur en eru ekki að gera  nema brot af því sem góðir hundar geta. 

Og nú var ég kominn með hálfgerðan fyrirlestrartón í röddina.

  Ég hafði nokkrum dögum áður tekið hund frá piltinum til að koma honum aðeins af stað í tamningunni fyrir hann.

  Hundurinn átti að vera undan góðum fjárhundum og að sjálfsögðu hreinræktaður.


 Þetta var rólegur og meðfærilegur hundur frekar áhugalítill, en var alveg til í að reka féð og hikaði ekkert við að bofsa og gelta svona til að koma þeim á hreyfingu.  

 Hafði enga takta til að fara fyrir þær eða halda þeim saman. Hann er ekki nema eins og hálfs árs sagði pilturinn, getur hann ekki lagast eitthvað?

  Nei sagði ég , og bætti svo við það yrði .þá algjört kraftaverk, en þau geta svosem alltaf gerst. emoticon

 Reyndar hafði ég kynnt mér bakland hundsins í millitíðinni, fannst það ekki gæfulegt en taldi rétt fara ekki  nánar út í þá sálma emoticon .

  Ég benti svo á að trúlega gæti hundurinn orðið ágætis rekstrahundur. Áhuginn gæti aukist eitthvað við notkun og mér sýndist hann myndi verða ágætlega ákveðinn. 

Pilturinn sagðist þá vilja koma sér upp góðum alhliða fjárhundi og vildi ekki eiga nema einn hund. 

Það sló á þögn í símanum við þessa yfirlýsingu.

  Þetta var hinsvegar  ekki í fyrsta sinn og því miður ekki það síðasta sem ég gerðist boðberi vondra tíðinda í málaflokknum. emoticon

  Sagði piltinum því, að ef hann væri ákveðinn í þessu, myndi ég ráðleggja honum að verða sér úti um " alvöru " velættaðan hvolp. 
 Þennan gæti hann átt áfram og notað hann við rekstur og ýmislegt heimasnatt þar til hinn kæmist upp. Hann yrði nokkurn veginn sjálftaminn til þess. 

  Svo vel vildi til að ég vissi af velættuðu goti og vegna þess hvernig málið var vaxið tók ég sénsinn á að benda honum á það.

 Náttúrulega með hefðbundnum fyrirvörum um að ekkert væri öruggt í málinu.

 Mér líður ennþá svolítið vel inni í mér eftir að pilturinn hringdi í mig fyrir nokkrum dögum. 

 Var kominn vel áleiðis í að temja hvolpinn sem ég benti honum á og var uppi í skýjunum af ánægju. emoticon


Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 449
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 722925
Samtals gestir: 61216
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 04:39:57
clockhere