06.03.2015 12:42
Flugarr frá Dalsmynni tekinn út eftir 6 vikna tamningu.
Það hefur verið unnið í fjórum trippum á tamningaraldri fyrir mig í vetur en það yngsta af hrossaeigninni eru tvö á fjórða vetri. Ákvað að hætta þessu ræktunarbrölti en það er spurning hvernig gengur að standa við það.
Í morgun var það fyrsta tekið út eftir 6 vikna tamningu. Flugarr frá Dalsmynni undan Fjólu frá Árbæ og Fláka frá Blesastöðum.
Örstutt myndbrot. Hér

Nú fer Flugarr í ótímasett frí og ég læt mig hlakka til að sjá árangurinn hjá hinum þegar þeirra áfanga lýkur.
Hæstánægður með stöðuna á honum og enn kátari með umsögnina sem fylgdi honum.

Skrifað af svanur