23.03.2014 08:16

Veturinn fjöllin o.fl.

Já, það fær mig enginn til að halda því fram að þessi vetur,  sem er sem betur fer á síðustu metrunum hafi verið góður veðursfarslega.


 Ætla samt hvorki að þreyta mig né aðra með nánari lýsingum á því en þrátt fyrir tíðarfarið hefur veturinn liðið hratt hjá undirrituðum enda í nógu að snúast..


  Hundatamningarnar hafa tekið drjúgan tíma í vetur og gæðin hjá nemendunum hafa verið með besta móti sem gerir þetta allt miklu skemmtilegra. Á myndinni hér fyrir ofan sem tekin var í gær er ekki nema einn aðkomu, en það verður bætt úr því í dag og á morgun, enda fullskipað þessar tvær vikur sem eftir eru í tamningum þennan veturinn.

 Skaflahlíðin sem er vestaní Dalsmynnisfellinu ber nafn með rentu eins og hún gerir reyndar oftast og leit svona út í gær en það er nú eiginlega fyrsti almennilegi dagurinn síðan daginn tók að lengja fyrir alvöru.


 Ekki mikill snjór hér í um 140 m. en ágætis snjóbúskapur þegar ofar dregur. Kannski eiga eftir að sjást myndir af því þegar gefur til að snjósleðast pínulítið.



 Og hér sést inn Núpudalinn með fyrrnefnda Skaflahlíð á hægri hönd, Svörtufjöll sem eru reyndar með bjartasta móti og Skyrtunnu fyrir miðri mynd.


 Hér eru svo Svörtufjöllin og Skyrtunnan séð úr austurátt fyrir nokkrum árum, trúlega svipuð snjóalög núna.


  Já, það er ljóst að veturinn rennur út á örskotshraða eins og vanalega þegar þessi tími er kominn.

Flettingar í dag: 3286
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651384
Samtals gestir: 58004
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:57:06
clockhere