15.01.2014 20:52
Dráttarvélasalan 2013
Það var búið að spá líflegrum sölukipp í dráttarvélum á síðasta ári.
Það gekk ekki eftir og samkvæmt meðfylgjandi töflu stendur innflutningurinn nánast í stað.
Það var Fegginn sem toppaði þetta árið.
Þó hafa verið tilfærslur milli merkja og ljóst að Zetorinn er hástökkvari ársins.
Fréttinni stal ég af heimasíðu Jötunn Véla.
Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu var heildarsala nýrra dráttarvéla hérlendis í fyrra 107 vélar í samanburði við 108 vélar árið 2012. Til viðbótar voru fluttar inn 17 notaðar vélar á árinu af ýmsum merkjum samanborið við 14 árið 2012.
Hér fyrir neðan má sjá töflu sem sýnir fjölda seldra véla og markaðshlutdeild söluhæstu framleiðenda hérlendis árið 2013. Sölutölur fyrir árið 2012 eru til hliðsjónar fyrir aftan í skyggðum reitum.
Alltaf gaman að spá í innflutningstölurnar.