07.01.2014 19:54
Þokuráf og vinahringingar.
Já,- nú er allt að gerast í sveitinni .
Númer eitt er að birtutíminn lengist jafnt og þétt. Það er alltaf jafn ánægjuleg þróun.
Og helvítis norðanrokið sem er búið að blása af miklum djöfulmóð í um 3 vikur gaf verulega eftir í dag.
Þriggja vikna stöðugt rok tekur í skal ég segja ykkur, og ég sem er með veðurþolnari mönnum var alveg að tapa mér.
Þoli vel svona 2 vikur en .................................
Nú er komin glæný talva fyrir framan mig svo ég get snúið mér af miklum krafti að ýmisskonar ritstörfum og allskonur timaeyðslu á netinu.
Ég er nánast enginn tölvumaður, lít á fyrirbrigðið sem vinnutæki og reyni að komast af með eins litla þekkingu á því og mögulegt er.
Þegar skipt er um græjuna er ég í vondum málum því nú er allt í einu komið annað umhverfi og ýmislegt horfið eða hefur breytt sér svo enginn hlutur er á sínum stað lengur. Þetta er svona eins og að ráfa um í blindþoku á ókunnugu landsvæði þar sem ég þekki engin kennileiti.
Þá er nú gott að geta hringt í vin til að leiðsegja mann til byggða . ;)
Síðast en ekki síst eru svo jólin búin, en það er alltaf jafngott að hafa þau fyrir aftan sig, án þess að ég rökstyðji það frekar.
Þrátt fyrir þokuna á tölvuleiðunum er maður fullur bjartsýni á nýbyrjuðu ári. Allt útlit fyrir að tekist hafi ágætlega hjá hrússunum að sinna skyldum sínum og kýrnar leika við hvern sinn fingur þessar vikurnar.
Meira að segja heillangt síðan komið hefur upp júgurbólga sem er alltaf jafn óvelkomin.
Nú fara fyrstu hundarnir að detta inn í námsferlið sitt í vikunni, en það er alltaf jafn spennandi að rýna í góð fjárhundsefni. Lesendur síðunnar fá væntanlega meira en nóg af lesefni um það áður en lýkur.
Já , bara allt að gerast :) .