08.01.2013 09:03

Dótainnflutningurinn og vélaumboðin 2012.


 Eins og á öllum öðrum sviðum hafði hrunið mikil áhrif á vélaumboðin sem sjá okkur bændunum fyrir öllu dótinu sem er bráðnauðsynlegt í búskapnum.

 Tækjasalan hrundi algjörlega og þó innflutningurinn sé hægt og bítandi að ná vopnum sínum á ný hefur orðið veruleg breyting á umboðaflórunni.

 Mér sýnist að einungis tvö umboð séu rekin á sömu kennitölunni og fyrir hrun. Jötunn Vélar á Selfossi og Þór hf.

  Hin umboðin eru sum að rísa upp undir öðrum kennitölum, með öll eða megnið af fyrri vörumerkjum á meðan önnur eru   horfin  en merkin komin til annarra aðila sem  í sumum tilvikum eru að taka þau inn sem hliðarinnflutning með óskyldri tækjasölu.

 Ekki virðist málum ljúka með kennitöluskiptum því það eru að falla dómar  á framkvæmdastjóra/eigendur t.d. vegna vörsluskatta o.sv.frv. Þá er uppi óstaðfestur orðrómur um að  kaupleigufyrirtæki séu  í dómsmálum við ábyrgðaraðila vegna tækja með veðböndum sem virðast hafa verið seld  útúr kaupleigusamningum.


 Nú liggja fyrir sölutölur á nýjum dráttarvélum innfluttum 2012 sem sýna það ótvírætt að landið er að rísa í þessum málaflokki.

Valtra                               28 vélar.
Massey Ferguson            22    -
Claas                               15    -
New Holland                     14    -
Kubota                             10    -
Fent                                   7    -
John Deere                        3    -
Deuzt Fahr                        3    -
Dong Feng ?                     3    -
Belarus                              1    -
Case                                  1   -
Foton ?                              1   -

Samtals                         108 vélar.


Til samanburðar má geta þess að árið 2007 voru fluttar inn 374 dráttarvélar. 

 Og 2009 aðeins 19 st.


 
Flettingar í dag: 534
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705485
Samtals gestir: 60672
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 15:35:50
clockhere