15.10.2012 21:12
Átök í eftirleit.
Það höfðu verið að tínast að kindur í Tungurnar en þar er flest haust vinsælt afdrep fyrir kindur sem trúlega koma sér úr leitum norðanfjalls eða af austursvæðinu.
Og það er nokkuð gefið að þær séu þeirrar skoðunar að þurfa ekki að hlíta því að nást til byggða fyrr en þeim þóknast.

Tungurnar( Geithellistungur ) er svæðið vestan Svörtufjalla( t.h) innað Skyrtunnu.
Við Dóri stóðumst ekki veðrið í gær ( sunnudag) og lögðum inneftir vel hundaðir að venju.

Það var staldrað við í hlíðum Svörtufjalla til að kanna gróðurskemmdir vegna ofbeitar, í tilefni trúverðugrar heimildarmyndar sem sýna átti um kvöldið.

Þetta varð enn verra en við reiknuðum með og það er margt skemmtilegra en rekast á stök lömb uppi á fjöllum en fjórum svona pökkum fengum við að kynnast þennan daginn.

Þó þær sjáist illa eru þarna uppi á snösinni 2 ær og 7 lömb og 5 lambanna á sínum eigin vegum.

Hér eru þau á eigin vegum, komin undir leiðsögn Dáðar eftir að ærnar hlupu þau af sér þegar snösin dugði þeim ekki til skjóls.

Austan árinnar bíður svört tvílemba orðin dösuð eftir mikinn darraðardans og ofar er einn lambapakkinn.
Þegar hafði tekist að púsla þessu öllu niður úr Tungunum sáust tvö lömb uppi í Þórarinsgilinu vestan Núpár. Þegar Korka var búin að koma ´sér upp fyrir þau af stakri snilld tók þessi svarta gimbur sprettin niður að á, en hrússi var hinn þverasti og vildi láta hafa fyrir sér.

Þar sem hundunum er beitt af ýtrustu varkárni í svona tilvikum lét Dóri sig hafa það að koma vitinu fyrir hrússa og hér koma þau öll uppúr gilinu ósár en móð.

Hér er sú svarta komin á siglingu búin að ná sér eftir ólætin og nú var önnur tíkin í hlutastarfi að stoppa hana af, því auk lambanna hennar voru 6 önnur í lestinni.
Þegar hér var komið sögu var ljóst að þetta gengi aldrei allt til byggða svo Atli og Aron Sölvi voru ræstir út samkvæmt leið B.

Hér er þetta partíið komið á kerru, sólin á bak við Hafursfellið, Dáð í varðstöðu og síðan var beðið eftir 6 kinda hóp sem hafði notað sér aðstæður til að stinga af upp í Þverdal sem sést glitta í til hægri á myndinni. Það voru hlaupadýrin af snösinni með smáviðbót.
Samtals 15 st. ( af aðkomufé) en tvílemban sem ég á óheimta sást hvergi.

Og Aron Sölvi var hinn ánægðasti með fyrstu eftirleitina sína.
Og það er nokkuð gefið að þær séu þeirrar skoðunar að þurfa ekki að hlíta því að nást til byggða fyrr en þeim þóknast.

Tungurnar( Geithellistungur ) er svæðið vestan Svörtufjalla( t.h) innað Skyrtunnu.
Við Dóri stóðumst ekki veðrið í gær ( sunnudag) og lögðum inneftir vel hundaðir að venju.

Það var staldrað við í hlíðum Svörtufjalla til að kanna gróðurskemmdir vegna ofbeitar, í tilefni trúverðugrar heimildarmyndar sem sýna átti um kvöldið.

Þetta varð enn verra en við reiknuðum með og það er margt skemmtilegra en rekast á stök lömb uppi á fjöllum en fjórum svona pökkum fengum við að kynnast þennan daginn.

Þó þær sjáist illa eru þarna uppi á snösinni 2 ær og 7 lömb og 5 lambanna á sínum eigin vegum.

Hér eru þau á eigin vegum, komin undir leiðsögn Dáðar eftir að ærnar hlupu þau af sér þegar snösin dugði þeim ekki til skjóls.

Austan árinnar bíður svört tvílemba orðin dösuð eftir mikinn darraðardans og ofar er einn lambapakkinn.
Þegar hafði tekist að púsla þessu öllu niður úr Tungunum sáust tvö lömb uppi í Þórarinsgilinu vestan Núpár. Þegar Korka var búin að koma ´sér upp fyrir þau af stakri snilld tók þessi svarta gimbur sprettin niður að á, en hrússi var hinn þverasti og vildi láta hafa fyrir sér.

Þar sem hundunum er beitt af ýtrustu varkárni í svona tilvikum lét Dóri sig hafa það að koma vitinu fyrir hrússa og hér koma þau öll uppúr gilinu ósár en móð.

Hér er sú svarta komin á siglingu búin að ná sér eftir ólætin og nú var önnur tíkin í hlutastarfi að stoppa hana af, því auk lambanna hennar voru 6 önnur í lestinni.
Þegar hér var komið sögu var ljóst að þetta gengi aldrei allt til byggða svo Atli og Aron Sölvi voru ræstir út samkvæmt leið B.

Hér er þetta partíið komið á kerru, sólin á bak við Hafursfellið, Dáð í varðstöðu og síðan var beðið eftir 6 kinda hóp sem hafði notað sér aðstæður til að stinga af upp í Þverdal sem sést glitta í til hægri á myndinni. Það voru hlaupadýrin af snösinni með smáviðbót.
Samtals 15 st. ( af aðkomufé) en tvílemban sem ég á óheimta sást hvergi.

Og Aron Sölvi var hinn ánægðasti með fyrstu eftirleitina sína.
Skrifað af svanur