07.10.2012 20:08
Árhring sauðkindarinnar lokað.
Ég veit eiginlega ekki hvernig maður lýsir þeirri tilfinningu þegar síðustu lömbin renna uppá sláturbílinn og styttist í næstu hringferð með því að taka fé á hús, fengitími, vetrarfóðrunin,sauðburður o.sv.frv.
Lömbin runnu greiðlega á bílinn, orðin margreynd í rekstrarganginum.
Í gömlu góðu dagana þegar lífsbaráttan var harðari og gildin önnur, horfði maður á eftir þeim með dollaraglampa í augunum.
En núna ????????????????
Þó allur frágangur sé eftir á "fjárhúslóðinni" var lagað aðeins til svo hægt væri að setja vandræðalaust á bílinn, enda gekk það eins og í sögu. Þarna á eftir að hækka jarðveginn í dyrahæð og útbúa stall fyrir bílinn og vini mína á austurbakkanum, þegar þeir mæta til Dalsmynnisrétta að tæpu ári liðnu.
Leitum er lokið með óvanalega góðum árangri í fyrstu tilraun og eina kindin, tvílemba sem vitað var að væri eftir í Hafursfellinu sótt í gær.
Hérna er Dáð að fylgja erfiðri leiðindarrollu framúr Grenstrípsgilinu ( í Tungunum).Þó þetta líti frekar sakleysislega út er gilið milli mín og kindanna dálítið skuggalegt þarna.
Á þessum slóðum, í Tungunum hafa hinsvegar birst nokkrar kindur síðan í leitinni og vegna aðstæðna þarna þarf tvo til að ná þeim, þó hundarnir séu svona nokkurnveginn í heimsklassa.
Það verður ekki laus dagur til þess í bráð.
Nýi rögunargangurinn lítur alveg ótrúlega vel út eftir mikið kindarennerí síðustu dagana. Nú verður rekstrargangurinn sem hefur létt manni lífið þessa daga þó honum hafi verið fúskað upp á tæpum tveim tímum, rifinn niður.
Ég veit alveg nákvæmlega hvernig gang á að smíða þarna en spurning hvernig gengur að koma því inní höfuðið á yngri bóndanum sem á að klára það mál.
Þilið hægra megin verður líka tekið niður, lækkað aðeins og þar koma síðan op inní gjafagrindurnar tvær og stíurnar fjórar sem verða í húsinu.
Já, það eftir að ganga frá milligerðum, smíða aðra gjafagrindina, koma upp talíunni og aksturshurðinni og þá má veturinn koma kindanna vegna.
Lömbin runnu greiðlega á bílinn, orðin margreynd í rekstrarganginum.
Í gömlu góðu dagana þegar lífsbaráttan var harðari og gildin önnur, horfði maður á eftir þeim með dollaraglampa í augunum.
En núna ????????????????
Þó allur frágangur sé eftir á "fjárhúslóðinni" var lagað aðeins til svo hægt væri að setja vandræðalaust á bílinn, enda gekk það eins og í sögu. Þarna á eftir að hækka jarðveginn í dyrahæð og útbúa stall fyrir bílinn og vini mína á austurbakkanum, þegar þeir mæta til Dalsmynnisrétta að tæpu ári liðnu.
Leitum er lokið með óvanalega góðum árangri í fyrstu tilraun og eina kindin, tvílemba sem vitað var að væri eftir í Hafursfellinu sótt í gær.
Hérna er Dáð að fylgja erfiðri leiðindarrollu framúr Grenstrípsgilinu ( í Tungunum).Þó þetta líti frekar sakleysislega út er gilið milli mín og kindanna dálítið skuggalegt þarna.
Á þessum slóðum, í Tungunum hafa hinsvegar birst nokkrar kindur síðan í leitinni og vegna aðstæðna þarna þarf tvo til að ná þeim, þó hundarnir séu svona nokkurnveginn í heimsklassa.
Það verður ekki laus dagur til þess í bráð.
Nýi rögunargangurinn lítur alveg ótrúlega vel út eftir mikið kindarennerí síðustu dagana. Nú verður rekstrargangurinn sem hefur létt manni lífið þessa daga þó honum hafi verið fúskað upp á tæpum tveim tímum, rifinn niður.
Ég veit alveg nákvæmlega hvernig gang á að smíða þarna en spurning hvernig gengur að koma því inní höfuðið á yngri bóndanum sem á að klára það mál.
Þilið hægra megin verður líka tekið niður, lækkað aðeins og þar koma síðan op inní gjafagrindurnar tvær og stíurnar fjórar sem verða í húsinu.
Já, það eftir að ganga frá milligerðum, smíða aðra gjafagrindina, koma upp talíunni og aksturshurðinni og þá má veturinn koma kindanna vegna.
Skrifað af svanur