10.06.2012 06:01
Gamla gróðurhúsið.
Einhverntíma í árdaga eða fyrir hroðalega löngu tókum við okkur til ég og eldri bræður mínir og komum upp heljarmiklu gróðurhúsi fyrir móðir okkar.
Ég er ekki frá því að Göslarinn hafi verið hönnuðurinn en þetta var aldalsmynnskt hús þar sem bogagrindin var beygð í höndunum og soðin saman á staðnum og annað eftir því.

Í framhaldin hófst mikil saga gróðurhússins því það fór illa saman vindhraði svæðisins og ending plastsins sem átti að veita viðkvæmum uppvextinum innandyra skjól.
Til að gera langa sögu stutta verður sú þróun ekki rakin hér en að lokum var sett net yfir bogana og ofurplast frá Jötun Vélum eða forvera þess yfir það. Yfir þetta var síðan sett annað net.
Eftir þessa aðgerð skiptir engu hvort vindhraðinn fer í 10 eð100 m/sek.
Síðan hefur húsið staðið af sér jarðskjálfta, eldgos og hvern vestanhvellinn af fætur öðrum auk norðaustanáttarinnar þegar hún fer hamförum hér.
Ekkert mál.
Húsið svignar að vísu mjúklega í allar áttir en stendur þetta allt af sér að öðru leyti.
Nú er móðir mín flutt að heiman og nýting hússins hefur verið í lágmarki í mörg ár.
Húsfreyjur svæðisins eru hinsvegar orðnar mjög áhugasamar um allskonar grænfóður og voru farnar að hafa orð á því að rétt væri að nýta þetta húsnæði í ræktuninni.
Þar var helsti þrándurinn í götu að gegnum áratugina hafði safnast upp í gróðurhúsinu gríðarleg verðmæti af ýmsum toga. Reyndar var það svo að þegar bændurnir fóru (stundum) yfir 6 ára áætlunina og horfðu á þetta dæmi komið er framúr áætlun í nokkur ár, settu sig í herðarnar og ætluða að vaða í verkið féllumst þeim jafnoft hendur þegar í húsnæðið kom.

Nú var hinsvegar farið í málið af mikilli ákveðni, Sjeffer nágrannans fenginn og öllu mokað út og skafið niður á móbergsklöppina.

Sett upp vinnuaðstaða innst og besta gróðurmold bújarðarinnar fundin ásamt fornu taði úr haug sem láðst hafði að koma á túnin og var að verða að hól í landslaginu. Þessu var ekið heim og ýmist komið í hús eða að því.
Svo er það spurningin hvernig verktökunum gengur að þrauka af sumarið þegar grænfóðrið verður búið að yfirtaka matseðilinn??
Ég er ekki frá því að Göslarinn hafi verið hönnuðurinn en þetta var aldalsmynnskt hús þar sem bogagrindin var beygð í höndunum og soðin saman á staðnum og annað eftir því.

Í framhaldin hófst mikil saga gróðurhússins því það fór illa saman vindhraði svæðisins og ending plastsins sem átti að veita viðkvæmum uppvextinum innandyra skjól.
Til að gera langa sögu stutta verður sú þróun ekki rakin hér en að lokum var sett net yfir bogana og ofurplast frá Jötun Vélum eða forvera þess yfir það. Yfir þetta var síðan sett annað net.
Eftir þessa aðgerð skiptir engu hvort vindhraðinn fer í 10 eð100 m/sek.
Síðan hefur húsið staðið af sér jarðskjálfta, eldgos og hvern vestanhvellinn af fætur öðrum auk norðaustanáttarinnar þegar hún fer hamförum hér.
Ekkert mál.
Húsið svignar að vísu mjúklega í allar áttir en stendur þetta allt af sér að öðru leyti.
Nú er móðir mín flutt að heiman og nýting hússins hefur verið í lágmarki í mörg ár.
Húsfreyjur svæðisins eru hinsvegar orðnar mjög áhugasamar um allskonar grænfóður og voru farnar að hafa orð á því að rétt væri að nýta þetta húsnæði í ræktuninni.
Þar var helsti þrándurinn í götu að gegnum áratugina hafði safnast upp í gróðurhúsinu gríðarleg verðmæti af ýmsum toga. Reyndar var það svo að þegar bændurnir fóru (stundum) yfir 6 ára áætlunina og horfðu á þetta dæmi komið er framúr áætlun í nokkur ár, settu sig í herðarnar og ætluða að vaða í verkið féllumst þeim jafnoft hendur þegar í húsnæðið kom.

Nú var hinsvegar farið í málið af mikilli ákveðni, Sjeffer nágrannans fenginn og öllu mokað út og skafið niður á móbergsklöppina.

Sett upp vinnuaðstaða innst og besta gróðurmold bújarðarinnar fundin ásamt fornu taði úr haug sem láðst hafði að koma á túnin og var að verða að hól í landslaginu. Þessu var ekið heim og ýmist komið í hús eða að því.
Svo er það spurningin hvernig verktökunum gengur að þrauka af sumarið þegar grænfóðrið verður búið að yfirtaka matseðilinn??
Skrifað af svanur