06.05.2012 06:01
Sauðburður á hefðbundinni morgunstund.
Norðanáttin var 0 m. en manni fannst samt kalt að koma út.

Þegar sólin kíkti upp fyrir Rauðukúluna hlýnaði samt strax.

Þessi var líkleg með að vera að byrja lambsóttina þegar ég laumaðist inn í kaffi. Stundum gerist þetta ótrúlega hratt og hún var svo komin með 2 hrúta þegar ég kom til baka. Ein vinkonan gerði sig svo líklega til að stela a.m.k. öðru frá henni.

Hér er samt allt komið í rétta gírinn og þó þetta sé ekki 5 stjörnu mun fara vel um þessa litlu fjölskyldu hér, allavega næsta sólarhringinn.

Gnarrmamman( uppáhaldshrúturinn) bar fyrr í nótt og varr fyrsta þrílemban þetta vorið. Ég hefði nú verið ágætlega sáttur við tvö.

Hluti af fæðingardeildinni sem er óðum að fyllast.

Þeim líður svo alveg ógeðslega vel á þurru taðinu yfir nóttina en svo fá þær að sóla sig útivið að deginum þessa sólardaga.

Gemlingunum er farið að fækka í krónni sinni 4 geldir komnir út og slatti borinn.

Og það sést ein og ein handfangalaus í hópnum. Það er fötlun sem er svosem ágæt um sauðburðinn.

Þegar sólin kíkti upp fyrir Rauðukúluna hlýnaði samt strax.

Þessi var líkleg með að vera að byrja lambsóttina þegar ég laumaðist inn í kaffi. Stundum gerist þetta ótrúlega hratt og hún var svo komin með 2 hrúta þegar ég kom til baka. Ein vinkonan gerði sig svo líklega til að stela a.m.k. öðru frá henni.

Hér er samt allt komið í rétta gírinn og þó þetta sé ekki 5 stjörnu mun fara vel um þessa litlu fjölskyldu hér, allavega næsta sólarhringinn.

Gnarrmamman( uppáhaldshrúturinn) bar fyrr í nótt og varr fyrsta þrílemban þetta vorið. Ég hefði nú verið ágætlega sáttur við tvö.

Hluti af fæðingardeildinni sem er óðum að fyllast.

Þeim líður svo alveg ógeðslega vel á þurru taðinu yfir nóttina en svo fá þær að sóla sig útivið að deginum þessa sólardaga.

Gemlingunum er farið að fækka í krónni sinni 4 geldir komnir út og slatti borinn.

Og það sést ein og ein handfangalaus í hópnum. Það er fötlun sem er svosem ágæt um sauðburðinn.
Skrifað af svanur