12.04.2012 21:40
Vorið. Skemmtilegur tími - eða djö. þrældómur???
Við búskapinn lifir maður í stöðugri pressu með að ljúka einhverjum ákveðnum ferlum á réttum tíma svo allt gangi upp.
Ég furða mig stundum( sjaldan) á því hvað ég met það mikils þegar daginn fer að lengja og framundan verða vorannirnar sem eru nú ef grannt er gáð og málið metið af sanngirni, ekkert nema dj. þrældómur frá upphafi til enda.
Og ekkert tímabil í búskapnum er jafn uppfullt af verkum sem verður að ljúka fyrir ákveðinn tíma ef ekki á allt að fara í klessu. Skítadreifing , akuryrkja , áburðargjöf,girðingarvinna þarf allt að ganga hratt fyrir sig og sauðburðurinn kemur og fer hvernig sem vorar og nefndu það bara.
Mikið stress.
Já , manni leiðist ekki á þessum tíma þó oft megi viðra betur og stundum gangi allt á afturfótunum.
Þessi mynd var tekin út um eldhúsgluggann í dag og dálítið hraustlega súmmuð. Grafan og ýtan sem báðar voru á fullu eru í um rúmlega km. fjarlægð. Þessir akrar verða undir byggi í sumar en verður væntanlega lokað á ný með grasfræi næsta sumar.
Þessi grunnur sem fer undir 200 ferm. fjölnotahús er að verða tilbúinn undir sökklana þegar vinnst tími til að snúa sér að því.
Það varð loks niðurstaðan að Tinni junior sem hér sést rífa kjaft við hálfsystir sína hana Korku, hafði vistarskipti fyrir nokkrum dögum þó freistingin að eiga hann væri mikil.
Það var að lokum metið blákalt að leggja ekki í að halda hund, með 6 -7 tíkur á hlaðinu.
Það er svo nokkuð víst að snjósleðinn er kominn í sumarfríið sitt.
En ekki ólíklegt að sumarfríð mitt verði hvorki meira né minna en í fyrra!
Ég furða mig stundum( sjaldan) á því hvað ég met það mikils þegar daginn fer að lengja og framundan verða vorannirnar sem eru nú ef grannt er gáð og málið metið af sanngirni, ekkert nema dj. þrældómur frá upphafi til enda.
Og ekkert tímabil í búskapnum er jafn uppfullt af verkum sem verður að ljúka fyrir ákveðinn tíma ef ekki á allt að fara í klessu. Skítadreifing , akuryrkja , áburðargjöf,girðingarvinna þarf allt að ganga hratt fyrir sig og sauðburðurinn kemur og fer hvernig sem vorar og nefndu það bara.
Mikið stress.
Já , manni leiðist ekki á þessum tíma þó oft megi viðra betur og stundum gangi allt á afturfótunum.
Þessi mynd var tekin út um eldhúsgluggann í dag og dálítið hraustlega súmmuð. Grafan og ýtan sem báðar voru á fullu eru í um rúmlega km. fjarlægð. Þessir akrar verða undir byggi í sumar en verður væntanlega lokað á ný með grasfræi næsta sumar.
Þessi grunnur sem fer undir 200 ferm. fjölnotahús er að verða tilbúinn undir sökklana þegar vinnst tími til að snúa sér að því.
Það varð loks niðurstaðan að Tinni junior sem hér sést rífa kjaft við hálfsystir sína hana Korku, hafði vistarskipti fyrir nokkrum dögum þó freistingin að eiga hann væri mikil.
Það var að lokum metið blákalt að leggja ekki í að halda hund, með 6 -7 tíkur á hlaðinu.
Það er svo nokkuð víst að snjósleðinn er kominn í sumarfríið sitt.
En ekki ólíklegt að sumarfríð mitt verði hvorki meira né minna en í fyrra!
Skrifað af svanur