10.04.2012 21:27
Og barnið var vatni ausið.
Á þessum síðustu og verstu tímum er fjölgun í sveitinni ákaflega gott mál og þó það sé nú kannski ekki stórfréttir að fæðist lítil stúlka í hinum stóra heimi, eru þau sveitarfélög að verða alltof mörg sem það telst til nokkurra tíðinda.
Laugardaginn 31. mars var yngsti fjölskyldumeðlimurinn í Dalsmynni skírður með pompi og prakt í Rauðamelskirkju.
Stóri bróðir hann Aron Sölvi fylgdist með aðförunum með hálfum huga.
Séra Guðjón á Staðarstað skírði og þessi skírnarskál hefur verið notuð innan ættarinnar í einhverja ættliði með góðum árangri.
Það var deilt um það innan fjölskyldunnar hvort sú litla ætlaði að lýsa yfir ánægju sinni með nafngiftina eða mótmæla henni með þessari handahreyfingu.
Og nafnið var:
Skrifað af svanur