20.03.2012 23:43
In memorium. Vaskur frá Dalsmynni.
Vaskur var fæddur í maí árið 2000.
Ég hafði ákveðið að koma mér upp tík undan Skessu og eftir nokkrar vangaveltur valið innfluttan hund Garry í Flekkudal í föðurhlutverkið.
Garry og Skessa voru dálítið svona sitt hvor týpan og í bjartsýni minni vonaðist ég til að meðaltalið hjá þeim yrði alveg snilldar blanda.
Garry kom hinsvegar mjög sterkur útúr þessu goti og þó að hann ætti til kosti sem ég mat mikils var hann ekki gallalaus og hans stærstu ókostir skiluðu sér býsna vel í mestallan hópinn, en sem betur fer kostirnir líka.
Ætlunin hafði verið að halda eftir einni tík úr gotinu, en þegar hvolparnir fóru að stálpast fór ekki á milli mála að þar myndu sumir verða nokkuð miklir fyrir sér og svo fór að lokum að mér leist ekki á að láta einn hundinn fara ótaminn.
Það gekk eftir að Vaskur var ekki mjög auðveldur þegar kom að tamningunni. Hann kom fljótt með gríðarlegan áhuga, var ýkt útgáfa af ofvirkum BC, grimmur og harðskeyttur.
Og reynslan og þekkingin hjá eigandanum afar takmörkuð til að glíma við ribbaldann.
Ég byrjaði snemma með hann í kindavinnunni og hann var orðinn býsna mikið taminn ársgamall.
Vaskur varð strax sjálfstæður , sá litla ástæðu til að hlusta á eigandann og þegar adrenalínið flæddi sem örast hjá honum var hann í allt öðrum heimi en smalinn .
Það duldist samt ekki að þarna var efni í óhemju öflugan smalahund . Öryggið í að fara fyrir og halda utanum hópinn var algjört og eftir að skæruliðaárásum lauk hélt hann sig í góðri vinnufjarlægð. Honum hætti þó til að frjósa og þegar það kom á daginn að honum var illa treystandi gagnvart fólki var öllum söluhugleiðingum hætt og í fyllingu tímans gerðar ráðstafanir til þess að útiloka kappann frá allri framræktun.
Þó að gengi á ýmsu hjá okkur félögunum kom fljótt að því að við máttum varla hvor af öðrum sjá og þar sem Skessa nýttist hverjum sem var afar vel í leitum og vinnu varð Vaskur fljótlega aðalhundurinn minn enda bara eins manns hundur framan af æfinni.
Fljótlega kom að því að ég fór að senda hann langt frá mér og ef hann sá hópinn var 100 % öryggi fyrir því að allt næðist svo fremi sem ekki var gil eða klettar til að rústa góðum áætlunum.
Seinna þegar kominn var fullur skilningur á milli okkar, gat ég sent hann hvert sem var án þess að hann sæi til kinda . Hann litaðist bara um á úthlaupinu og rétti sig síðan af þegar sást til kinda.
Ég var ekki farinn að nota flautuskipanir á þessum árum og það reyndi óneitanlega töluvert á raddböndin þegar vegalengdin var orðin mikil og hundurinn ekki orðinn slípaður í vinnu og þurfti því oft nokkra tilsögn.
Ég ákvað því eftir mikil heilabrot að prófa að festa talstöð í hálsbandið hjá honum og er skemmst frá því að segja að þetta svínvirkaði oftast nær ef ekki komu upp tæknileg vandamál.
Stundum þraut orkuna eða stillingar breyttust og ein hliðaráhrifin voru að stundum höfðu aðrir leitarmenn meiri áhuga á því að fylgjast með rásinni okkar Vasks en alvarlegri hlutum enda oft skemmtilegt að lýsa samskiptum okkar félagann eftir leit, sérstaklega ef illa gekk og notað var kjarnyrt smalamál á hundarásinni.

Vaskur var að því er ég kemst næst, fyrsti hundurinn í heimi til að vinna eftir skipunum í talstöð.
Það er mér alltaf minnistætt hvað lifnaði yfir Vask þegar ég seildist eftir talstöðvarólinni upp á vegg.
Hann kom óðara til mín brosandi út að eyrum af tilhlökkun og sat síðan grafkyrr fyrir framan mig meðan græjunni var komið fyrir.
Það kom að því þegar Vaskur fór að slípast í vinnunni og læra á leitarsvæðin að talstöðin varð óþörf eftir að hafa virkað vel í um tvö haust.

Assa og Vaskur halda lömbum að rekstarganginum
Þegar Vaskur var orðinn fulltaminn útvíkkaði hann verulega notagildi fjárhundsins hér, í allri heimavinnu . Hann varð yfirvegaður og rólegur í nærvinnunni og eina hættan var sú ef til átaka kom að þá sást honum ekki fyrir, enda stutt í grimmdina. Hann er eini hundurinn sem ég hef þurft að láta sauma saman sár eftir og það oftar en einu sinni.
Vinnuáhuginn hélst alveg til enda og fór illa með hann að því leytinu að hann yfirkeyrði sig oft algjörlega enda keyrt á fullu í úthlaupum þó um langar vegalengdir væri að ræða.
Þegar fór að halla undan fæti hjá honum, átti hann oft erfiða daga að loknum leitum og það var okkur félögunum mikill léttir þegar ég uppgötvaði að hægt væri að fá bólgueyðandi verkjalyf þar sem ein tafla að kvöldi leitardags gerði kraftaverk í að bæta heilsufarið daginn eftir.
Það er margt sem ég næ aldrei uppí þegar kemur að samskiptunum við hundana og Vaskur var gæddur þeirri sérgáfu að hann fann á sér í langri fjarlægð ef erfiðar kindur voru í sigtinu.

Eftirlegukindum stýrt niður úr Hafursfellinu á góðum degi.
Í eftirleitum og upphreinsunum vorum við oft komnir í færi við kind eða kindur án þess þær yrðu okkar varar og það klikkaði aldrei að ef Vaskur varð æstur og stressaður áður en ég sendi hann út þá voru verulegir erfiðleikar framundan. Oftast kindur sem voru vanar ónýtum hundum og réðust umsvifalaust til atlögu við þetta hundkvikindi sem var að ónáða þær í frjálsræðinu.

Mæðginin Vaskur og Skessa, fyrrverandi íslandsmeistarar í fjárhundakeppnum.
Ég var bæði með hann í keppnum og sýningum þó að hann væri alls ekki týpan í það. Of óþjáll í fínvinnunni og skilyrðislaus hlýðni var svo aldrei hans sterka hlið.
Eftir sýningar var ég oft með lífið í lúkunum þegar dönsku konurnar ætluðu að umvefja hann í vinahótum og reyndi yfirleitt að forða honum áður en hann fór að sýna tennurnar.
Kaldlyndið hjá honum kom vel fram þegar hvolpar ætluðu sér að bekkjast eitthvað við hann. Þá var bitið snöggt og illa án nokkurra aðvarana eða hótana.
Síðasta haustið var ég farinn að skilja hann eftir heima í erfiðari leitunum. Það þótti okkur báðum erfitt hlutskipti þó hann bæri sig mun verr yfir því.
Já , það er trúlega ekki tímabært að setja aðalsögurnar af honum á prent strax.
Ég hafði ákveðið að koma mér upp tík undan Skessu og eftir nokkrar vangaveltur valið innfluttan hund Garry í Flekkudal í föðurhlutverkið.
Garry og Skessa voru dálítið svona sitt hvor týpan og í bjartsýni minni vonaðist ég til að meðaltalið hjá þeim yrði alveg snilldar blanda.
Garry kom hinsvegar mjög sterkur útúr þessu goti og þó að hann ætti til kosti sem ég mat mikils var hann ekki gallalaus og hans stærstu ókostir skiluðu sér býsna vel í mestallan hópinn, en sem betur fer kostirnir líka.
Ætlunin hafði verið að halda eftir einni tík úr gotinu, en þegar hvolparnir fóru að stálpast fór ekki á milli mála að þar myndu sumir verða nokkuð miklir fyrir sér og svo fór að lokum að mér leist ekki á að láta einn hundinn fara ótaminn.
Það gekk eftir að Vaskur var ekki mjög auðveldur þegar kom að tamningunni. Hann kom fljótt með gríðarlegan áhuga, var ýkt útgáfa af ofvirkum BC, grimmur og harðskeyttur.
Og reynslan og þekkingin hjá eigandanum afar takmörkuð til að glíma við ribbaldann.
Ég byrjaði snemma með hann í kindavinnunni og hann var orðinn býsna mikið taminn ársgamall.
Vaskur varð strax sjálfstæður , sá litla ástæðu til að hlusta á eigandann og þegar adrenalínið flæddi sem örast hjá honum var hann í allt öðrum heimi en smalinn .
Það duldist samt ekki að þarna var efni í óhemju öflugan smalahund . Öryggið í að fara fyrir og halda utanum hópinn var algjört og eftir að skæruliðaárásum lauk hélt hann sig í góðri vinnufjarlægð. Honum hætti þó til að frjósa og þegar það kom á daginn að honum var illa treystandi gagnvart fólki var öllum söluhugleiðingum hætt og í fyllingu tímans gerðar ráðstafanir til þess að útiloka kappann frá allri framræktun.
Þó að gengi á ýmsu hjá okkur félögunum kom fljótt að því að við máttum varla hvor af öðrum sjá og þar sem Skessa nýttist hverjum sem var afar vel í leitum og vinnu varð Vaskur fljótlega aðalhundurinn minn enda bara eins manns hundur framan af æfinni.
Fljótlega kom að því að ég fór að senda hann langt frá mér og ef hann sá hópinn var 100 % öryggi fyrir því að allt næðist svo fremi sem ekki var gil eða klettar til að rústa góðum áætlunum.
Seinna þegar kominn var fullur skilningur á milli okkar, gat ég sent hann hvert sem var án þess að hann sæi til kinda . Hann litaðist bara um á úthlaupinu og rétti sig síðan af þegar sást til kinda.
Ég var ekki farinn að nota flautuskipanir á þessum árum og það reyndi óneitanlega töluvert á raddböndin þegar vegalengdin var orðin mikil og hundurinn ekki orðinn slípaður í vinnu og þurfti því oft nokkra tilsögn.
Ég ákvað því eftir mikil heilabrot að prófa að festa talstöð í hálsbandið hjá honum og er skemmst frá því að segja að þetta svínvirkaði oftast nær ef ekki komu upp tæknileg vandamál.
Stundum þraut orkuna eða stillingar breyttust og ein hliðaráhrifin voru að stundum höfðu aðrir leitarmenn meiri áhuga á því að fylgjast með rásinni okkar Vasks en alvarlegri hlutum enda oft skemmtilegt að lýsa samskiptum okkar félagann eftir leit, sérstaklega ef illa gekk og notað var kjarnyrt smalamál á hundarásinni.

Vaskur var að því er ég kemst næst, fyrsti hundurinn í heimi til að vinna eftir skipunum í talstöð.
Það er mér alltaf minnistætt hvað lifnaði yfir Vask þegar ég seildist eftir talstöðvarólinni upp á vegg.
Hann kom óðara til mín brosandi út að eyrum af tilhlökkun og sat síðan grafkyrr fyrir framan mig meðan græjunni var komið fyrir.
Það kom að því þegar Vaskur fór að slípast í vinnunni og læra á leitarsvæðin að talstöðin varð óþörf eftir að hafa virkað vel í um tvö haust.

Assa og Vaskur halda lömbum að rekstarganginum
Þegar Vaskur var orðinn fulltaminn útvíkkaði hann verulega notagildi fjárhundsins hér, í allri heimavinnu . Hann varð yfirvegaður og rólegur í nærvinnunni og eina hættan var sú ef til átaka kom að þá sást honum ekki fyrir, enda stutt í grimmdina. Hann er eini hundurinn sem ég hef þurft að láta sauma saman sár eftir og það oftar en einu sinni.
Vinnuáhuginn hélst alveg til enda og fór illa með hann að því leytinu að hann yfirkeyrði sig oft algjörlega enda keyrt á fullu í úthlaupum þó um langar vegalengdir væri að ræða.
Þegar fór að halla undan fæti hjá honum, átti hann oft erfiða daga að loknum leitum og það var okkur félögunum mikill léttir þegar ég uppgötvaði að hægt væri að fá bólgueyðandi verkjalyf þar sem ein tafla að kvöldi leitardags gerði kraftaverk í að bæta heilsufarið daginn eftir.
Það er margt sem ég næ aldrei uppí þegar kemur að samskiptunum við hundana og Vaskur var gæddur þeirri sérgáfu að hann fann á sér í langri fjarlægð ef erfiðar kindur voru í sigtinu.

Eftirlegukindum stýrt niður úr Hafursfellinu á góðum degi.
Í eftirleitum og upphreinsunum vorum við oft komnir í færi við kind eða kindur án þess þær yrðu okkar varar og það klikkaði aldrei að ef Vaskur varð æstur og stressaður áður en ég sendi hann út þá voru verulegir erfiðleikar framundan. Oftast kindur sem voru vanar ónýtum hundum og réðust umsvifalaust til atlögu við þetta hundkvikindi sem var að ónáða þær í frjálsræðinu.

Mæðginin Vaskur og Skessa, fyrrverandi íslandsmeistarar í fjárhundakeppnum.
Ég var bæði með hann í keppnum og sýningum þó að hann væri alls ekki týpan í það. Of óþjáll í fínvinnunni og skilyrðislaus hlýðni var svo aldrei hans sterka hlið.
Eftir sýningar var ég oft með lífið í lúkunum þegar dönsku konurnar ætluðu að umvefja hann í vinahótum og reyndi yfirleitt að forða honum áður en hann fór að sýna tennurnar.
Kaldlyndið hjá honum kom vel fram þegar hvolpar ætluðu sér að bekkjast eitthvað við hann. Þá var bitið snöggt og illa án nokkurra aðvarana eða hótana.
Síðasta haustið var ég farinn að skilja hann eftir heima í erfiðari leitunum. Það þótti okkur báðum erfitt hlutskipti þó hann bæri sig mun verr yfir því.
Já , það er trúlega ekki tímabært að setja aðalsögurnar af honum á prent strax.
Skrifað af svanur