04.03.2012 08:51

Æsingslausar landnámskýr.

 Fyrst eftir að mjaltabásinn var tekinn í notkun fóru yfirgengileg rólegheit mjaltadýranna verulega í stressaðar taugar bóndans.

 Það voru því reyndar ýmsar aðferðir til þess að koma á eðlilegum gönguhraða kúnna í og úr básnum.

 Skemmst er þar frá að segja að því stríði lauk með algjörum ósigri bóndans og þó hann sé löngu  búinn að sætta sig við það, reynir stundum á þolrifin þegar blóðið virðist alveg hætt að renna í þeim stresslausustu.



Þessi eðalgripur hefur gengið  tvisvar á dag í nokkur ár framhjá þessum spotta þarna. Það er samt öruggast að staldra aðeins við og vita hvort nokkrar breytingar hafa orðið á honum síðan í gærkveldi.



 Þessi setur alltaf í bæði lága drifið og framdrifið þegar hún fer að þoka sér ofurhægt inn í mjaltabásinn.



 Það er litið á morgunmjaltirna sem ánægjulega slökunarstund, sérstaklega eftir að bóndinn var róaður/brotinn  niður í upphafi.


 Hér er beðið eftir að komast inn í biðplássið svo slugsið geti hafist fyrir alvöru.


 Stundum fær maður á tilfinninguna að sumar geri í því að storka manni.



 Þessi skjár segir okkur svo að kýr no. 102 hafi mjólkað 19.2 l. þennan morguninn. Það þykir gott á þessum bæ hjá landnámskúnum sem er margt betur gefið en mjólka almennilega.


 Hér segir skjárinn okkur að það hafi tekið 10.6 mín. að mjólka þessa 19.2 l. sem er ágætt líka. Og næsta fletting hefði sagt okkur að mesta mjólkurflæðið hefði verið 2.6 l. /mín.

 Það er ekki langt síðan til var kýr sem tók helmingi lengri tíma að skila þessari nyt.

Þá var ræktunarstefnan kannski dálítið í sömu átt og rólegheit kúnna í mjaltabásnum.

Að bændurnir hefðu nógan tíma í mjaltirnar.

Hjá mér var ræktunarstefnan einföld og látlaus eins og í hundunum. Þar er ágætt ef útlitið er eins og maður vill, en smalagetan og hæfileikarnir eru númer eitt, tvö  og þrjú.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere