28.11.2011 23:59
Snjóplæging, fuglar og flugsýningar.
Fyrst komu nokkrir fuglar og ekki er ólíklegt að þeir hafi sent einhverja út til að bjóða í veisluna því þeim fjölgaði ört.

Svörtu deplarnir beint framundan yfir óplægða hlutanum er hluti af veislugestunum.
Það var um 30 - 40- sm. jafnfallinn snjór þegar ég lét lét vaða í að plægja síðasta akurinn sem bylta átti í haust. Snjótittlingarnir sem voru eflaust í vondum málum í lausamjöllinni þyrptust að í plógstrengina og skiptu hundruðum áður en lauk.
Mér fannst skemmtilegt að fylgjast með þeim því allur flotinn hélt sig alltaf aðeins framan við vélina.
Sátu þar til ég var að komast að þeim, síðan flugu þeir 30 - 50 m. áfram og settust og tíndu eitthvað í sig af miklu kappi þar til ég nálgaðist og þeir endurtóku þetta.

Svörtu deplarnir aðeins til hægri eru sko ekki óhreinindi á rúðunni.
Eftir því sem leið á plæginguna urðu þeir bíræfnari og flugu ekki fyrr en trakorinn var kominn samhliða þeim. En alltaf flugu þeir upp og héldu sig framan við plægingarmeistarann.

Þeir léku svo ótal listir fyrir mig. Stundum var eins og skýstrókur myndaðist en furðulegast fannst mér þegar allur flotinn tók stóran sveig framfyrir, sneri við og stefndi beint á vélina.
Þegar þeir nálguðust lækkaði flotinn flugið rétt eins og árás væri fyrirhuguð. Allt í einu skipti breiðfylkingin sér , klofnaði fyrir framan vélina, sameinaðist aftur fyrir aftan hana, tóku svo sveig framfyrir og settust á akurinn.
Þetta gerðist þrisvar.
Þá hafa þeir verið búnir að átta sig á því hvaða öðlingur var þarna á ferðinni, að eyða sunnudegi í að snúa öllu við fyrir þá.
Og nú er komið að ykkur að gefa þeim eða frændum þeirra í ótíðinni.

Svörtu deplarnir beint framundan yfir óplægða hlutanum er hluti af veislugestunum.
Það var um 30 - 40- sm. jafnfallinn snjór þegar ég lét lét vaða í að plægja síðasta akurinn sem bylta átti í haust. Snjótittlingarnir sem voru eflaust í vondum málum í lausamjöllinni þyrptust að í plógstrengina og skiptu hundruðum áður en lauk.
Mér fannst skemmtilegt að fylgjast með þeim því allur flotinn hélt sig alltaf aðeins framan við vélina.
Sátu þar til ég var að komast að þeim, síðan flugu þeir 30 - 50 m. áfram og settust og tíndu eitthvað í sig af miklu kappi þar til ég nálgaðist og þeir endurtóku þetta.

Svörtu deplarnir aðeins til hægri eru sko ekki óhreinindi á rúðunni.
Eftir því sem leið á plæginguna urðu þeir bíræfnari og flugu ekki fyrr en trakorinn var kominn samhliða þeim. En alltaf flugu þeir upp og héldu sig framan við plægingarmeistarann.

Þeir léku svo ótal listir fyrir mig. Stundum var eins og skýstrókur myndaðist en furðulegast fannst mér þegar allur flotinn tók stóran sveig framfyrir, sneri við og stefndi beint á vélina.
Þegar þeir nálguðust lækkaði flotinn flugið rétt eins og árás væri fyrirhuguð. Allt í einu skipti breiðfylkingin sér , klofnaði fyrir framan vélina, sameinaðist aftur fyrir aftan hana, tóku svo sveig framfyrir og settust á akurinn.
Þetta gerðist þrisvar.
Þá hafa þeir verið búnir að átta sig á því hvaða öðlingur var þarna á ferðinni, að eyða sunnudegi í að snúa öllu við fyrir þá.
Og nú er komið að ykkur að gefa þeim eða frændum þeirra í ótíðinni.
Skrifað af svanur